Þróttur – FH  umfjöllun

Þróttur – FH umfjöllun

The image “http://www.ksi.ishttps://fh.is/media/merki_felaga/small/Trottur_logo_2004_Skjar100x300.jpg” cannot be displayed, because it contains errors. 25-40



Fyrri hálfleikur

Leikurinn byrjaði ágætlega. Við FHingar byrjuðum af krafti og vörnin var að verjast vel og uppskárum við því nokkur hraðaupphlaup í kjölfarið. Samt sem áður voru menn ekki eins á tánum í sókninni, menn að skjóta í stangir, misstu boltann oft klaufalega og við náðum ekki að spila okkar eðlilega leik. Við vorum þetta 3- 5 mörkum yfir til að byrja með, en þegar um 10 mín liðu af leiknum voru menn farnir að slaka allt of mikið á, voru ekki að taka á í vörn, Þróttarar fengu að leika sér tiltölulega óáreittir og því náðum við engu almennilegu forskoti. Sóknarleikurinn var sæmilegur en menn voru heldur óskipulagðir og agalausir sem kom í bakið mönnum þannig að við vorum þannig séð komnir á frekar lágt plan handboltalega séð.
Þeir ná að jafna á tímabili 6-6, en með skurk komumst við í 9-6. Við náum samt ekki að mótivera okkur almennilega í fyrri hálfleik og því var niðurstaða hans 19-15.
Eftir þennan arfaslaka hálfleik þar sem við föllum í þá gryfju að ná ekki að mótivera okkur og telja okkur ekki þurfa að taka almennilega á var ekkert annað að gera enn að taka á sig alvarlega skammarræðu, skeina sig vandlega og hysja upp um sig brækur.


Menn þokkalega tilbúnir í varnarleik

Seinni hálfleikur
Ég tel að menn hafi gert það, smá hnökrar í byrjun seinni hálfleiks en á endanum skora þeir ekki nema 10 mörk í hálfleiknum á móti 21 marki okkar. Vörnin small á 10 mínútna kafla þegar leið á hálfleikinn og menn tóku skynsamari ákvarðanir í sókn. Hraðaupphlaupin komu í hrönnum og undirritaður með ónýta öxl setti að meira að segja 2 og var oftar en ekki fyrstur fram eins lipur og snöggur og ég er… ?


Siggi kominn í gott færi

Niðurstaðan
Semsé mjög viðunandi úrslit miðað við gang fyrri hálfleiks og mikilvægt að taka jákvæða hluti útúr honum og læra af því slæma. Undirritaður er með smá kenningu varðandi þennan slæma hluta í fyrri hálfleik, hluti sem á sér of oft stað í leik liðsins á móti slakari pappírs- liði. Það virðist sem of margir í liðinu setji of mikla, óraunhæfa pressu á að menn taki slík lið, lið sem eru slök á pappír og ætlist til þess að þeim sé slátrað á fyrstu 5 mínútum. Þegar þessar óraunhæfu kröfur nást ekki dettur svo til allur botn úr liðinu og upp kemur slök spilamennska í vörn og sókn þar sem sjálfsstraust manna brestur vegna þess að þeir eru ekki að spila óviðjafnanlegan leik eða eru ekki að taka andstæðinginn létt. Slaki leikkaflinn sem á sér stað lungann úr fyrri hálfleik er ekkert nema sálræns eðlis því það sjá allir að liðið er líkamlega og hæfileika séð mjög sterkt. Það sem við gerum aftur á móti í seinni hálfleik er það að við brjótum okkur út úr þessu mynstri og

Aðrar fréttir