Þurfum að stoppa skyttur og línumenn Eyjamanna

Þurfum að stoppa skyttur og línumenn Eyjamanna

Sæll Maggi hvernig hefurðu það?

Ég hef það bara nokkuð gott, smá meiðsli hér og þar en maður lætur það ekki hafa áhrif á sig.

Hvernig list þér á deildina það sem af er?
Mér líst bara vel á þetta fyrirkomulag því að nú vinnur það lið sem stendur sig best allan veturinn. Varðandi okkur þá byrjuðum við mótið illa en þetta er allt í rétta átt hjá okkur núna enda búnir að ná í 4 stig af 8 í seinni umferð þannig að þetta er allt að koma.

Hvað þurfum við að gera til að sigra Eyjamenn?
Við þurfum að spila skynsamlega í sókninni allan leikinn! Varnarlegaverðum við að stoppa örfhentu skyttuna hjá þeim sem er ein sú besta í deildinni og svo eru línumenn þeirra mjög góðir.

Hvar eru svo bestu pizzur í bænum?
Ekki spurning Big papas pizza í Engihjalla Kópavogi S 5781717.

Hverjir verða heimsmeistarar á HM í knattspyrnu í sumar?
Þjóðverjar en maður vonar auðvitað að England vinni..

Að lokum viljum við óska Magga góðs gengis í komandi leikjum og hvetjum alla sanna FH-inga til að mæta í Krikann á miðvikudaginn og styðja strákana okkar. Oft var þörf er nú er nauðsyn!

Aðrar fréttir