Þýðingarmikill leikur á laugardaginn

Þýðingarmikill leikur á laugardaginn

Laugardaginn 4. næstkomandi kl. 14:00 fer fram leikur Breiðabliks og FH í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna í Krikanum. Leikurinn er gríðarlega þýðingarmikill fyrir FH sem berst nú fyrir tilverurétti sínum í efstu deild.

Mótið byrjaði illa en eftir því sem líður tímabilið hefur liðið vaxið og undanfarið hafa stelpurnar verið að sýna góðan bolta og úrslitin hafa fylgt í kjölfarið. Stelpurnar óska eftir stuðning og bjóða FH-ingum á völlinn á laugardaginn.

Skorað er á alla “alvöru” FH-inga að mæta og styðja stelpurnar á baráttunni.

Áfram FH

Aðrar fréttir