Töp gegn Stjörnunni

Töp gegn Stjörnunni

FH – Stjarnan A-lið.

Það voru þó nokkur skörð höggvin í raðir FH-inga. Aron Pálmarson markvörður og fyrirliði er rifbeinsbrotinn og spilaði ekki, Ólafur Guðmundsson miðvörðurinn sterki var í leikbanni og Hákon Hallfreðsson var sem fyrr á sjúkralistanum.

Magnús Óli Magnússon markvörður 4. floks stóð á milli stanganna og stóð sig með stakri prýði í leiknum og bakvörðurinn eldfjóti Hafþór Þrastarson var færður í miðvörðinn og hann átti mjög góðan leik.

Jafnræði var með liðunum í byrjun. Stjarnan fékk nokkrar hornspyrnur en FH átti hættulegri færi, Brynjar Benediktsson það besta er hann fékk boltann einn og óvaldaður í vítateig Stjörnunnar en skot hans fór beint á markmanninn. Þar hafði Brynjar meiri tíma en hann hélt.

FH-ingar voru heldur að ná yfirhöndinni þegar við gáfum tvö ódýr mörk með tveggja mínútna millibili og staðan allt í einu orðin 0-2 og þannig var hún í leikhléi.

Á 50. mínútu minnkaði Björn Daníel Sverrisson fyrirliði muninn úr vítaspyrnu 1-2, og leikurinn galopinn. Stjörnumenn svöruðu þó fljótlega með glæsilegu langskoti 1-3.

FH-ingar reyndu allt hvað þeir gátu að koma sér inn í leikinn en allt kom fyrir ekki og 1-3 tap staðreynd.

Þar misstu FH-ingar af gullnu tækifæri til að tylla sér því sem næst á toppinn og skilja Stjörnuna og fleiri lið nokkuð fyrir aftan. Það þýðir hinsvegar ekki að gefa jafn ódýr mörk þegar tvö jöfn lið eigast við.  FH-liðið lék best síðustu 20 mínúturnar þegar boltinn var látinn ganga í fáum snertingum kanta á milli. Hinsvegar vantaði meiri brodd í sóknina.  Lengst af leiks vorum menn, að taka of margar snertingar, það vantaði talanda og ákveðna drift í leik liðsins.

Of margir lykilmenn áttu frekar slakan dag en ánægðastur var ég með bakverðina á yngra ári Garðar Leifsson og Hilmar Ástþórsson sem voru virkilega góðir í seinni hálfleik þegar þeir fóru að taka virkari þátt í sóknarleiknum. Það er ómetanlegt fyrir lið að eiga vel spilandi bakverði sem vilja fá boltann.

Þegar 10 mínútur voru til leiksloka lenti bakvörðurinn knái Hilmar Ástþórsson í samstuði við markvörð Stjörnunnar og kom úr því samstuði alblóðugur og einni tönn fátækari. Hún fannst þó í grasinu og Hilmar fór til tannlæknis og er útlit fyrir að hann haldi tönninni og svo annari sem var laflaus. Þarna lét Hilmar sig vaða í 50/50 bolta og hann er með hugarfar sem allir ættu að tileinka sér.

FH- Stjarnan B-lið

Það hefur verið gríðarlega mikið skorað af mörkum í leikjum B-liðsins í sumar. Við höfum átt auðvelt með að finna netmöskvana en einnig höfum við fengið of mörg mörk á okkur.

Allt annað var uppá tengnum í kvöld. Það var gífurlega hart barist og kannski ekki mikið um marktækifæri. Stjarnan skoraði eina mark leiksins á 25. mínútu beint úr aukaspyrnu þegar þeir skutu undir varnarvegg FH-strákanna.

FH-ingum tókst ágætlega að halda boltanum en það vantaði að komast inn fyrir vörn Stjörnunnar eða upp að endamörkum og ná fyrirgjöfum. Næst komst Stefan Mickael því að skora þegar markvörður Stjörnunnar blakaði skoti Stefans úr aukaspyrnu yfir þverslána.

Í seinni hálfleik hélt sama baráttan áfram og FH-ingar fengu sitt besta færi í uppbótartíma þegar markahrókurinn Ísak Bjarki Sigurðsson fékk dauðafæri á markteig en skaut yfir.

FH-strákarnir börðust vel en það vantaði meiri kraft í sóknarleikinn. Félagarnir Hólmar og Vignir börðust vel að vanda og Axel Bender átti einnig góðan leik í miðverðinum og Davíð Sigurðsson skilaði boltanum vel frá sér í

Aðrar fréttir