Tryggvi vill brjálaðan stuðning!

Tryggvi vill brjálaðan stuðning!

Mynd: Óli Már

Kæru Mafíósar.

Nú er komið að leiknum sem allir hafa beðið eftir. Því miður höfum við ekki verið að spila vel í síðustu leikjum í deildinni og erum þess vegna komnir í þessa stöðu. En ég kvarta ekki því að svona leiki vilja allir alvöru keppnismenn spila, úrslitaleiki. Við komum til með að leggja okkur alla fram og á ég ekki von á öðru en að þið gerið það sama. Við ætlum að fara á Hótel Örk strax eftir æfingu á laugardaginn og verðum saman fram að leik til að þétta mannskapinn og mynda jákvæðan stemmara. Ég mæli með að þið farið öll saman á Hótel Búðir 🙂

Eins og staðan er í dag erum við meiðslalausir og enginn í banni, vona að það sé sama upp á teningnum hjá ykkur. Leikurinn er klukkan 17:00 og vona ég að þið takið okkur fram yfir seinni hálfleik Man.Utd-Chelsea sem hefst klukkan 15:00 og mætið snemma og gerið allt vitlaust. Ég man alltaf eftir leiknum á Hliðarenda sumarið 2005 þegar allir vorum mættir tímanlega. Í þeim leik byrjuðum við af miklum krafti og yfirspiluðum Valsmenn og vil ég meina að stuðningur ykkar þar fyrir leikinn hafi haft mikið að segja. Þið eruð okkur mjög mikilvæg, mikilvægari en þið haldið!! Ekki bara styðjið þið okkur heldur hræðið þið Valsmenn í leiðinni.

Mætum öll 40 mínútum fyrir leik á sunnudaginn og tryllum lýðinn og hittumst svo öll seinna um kvöldið og fögnum saman Íslandsmeistaratitlinum. DEAL?

Kveðja,
TG.

Aðrar fréttir