Tvær FH-stelpur í U17 í fótbolta

Tvær FH-stelpur í U17 í fótbolta

Varnarmaðurinn Guðný Tómasdóttir og markmaðurinn Birna Berg Haraldsdóttir hafa verið valdar í landsliðshóp leikmanna sautján ára og yngri sem tekur þátt í riðlakeppni EM. Riðillinn verður leikinn hér á landi og fer fram dagana 4.-9. september. Auk Íslands leika í riðlinum Þýskaland, Frakkland og Ísrael.

Birna hefur verið fastamaður í liði Íslands á undanförnum og árum og leikið bæði með U17 og U19 ára liðum Íslands. Guðný kom inn í hópinn í sumar og hefur leikið einn vináttuleik.

Við FH-ingar óskum stelpunum til hamingju og vonumst til að þeim sem og liðinu gangi vel.

Aðrar fréttir