Tveggja marka tap gegn Haukum

Tveggja marka tap gegn Haukum

Umfjöllun handbolti.is, nánari umfjöllun kemur síðar.


Kjóstu mann leiksins á 123.is/muggur


Haukar unnu góðan sigur á FH í Kaplakrika 27-29 í Hafnarfjarðarslagnum í N1 deild kvenna.

Haukar höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu með fimm mörkum er gengið var til leikhlés 12-17.

FH náði að saxa á forystu Hauka í seinni hálfleik en lengra komust þær ekki en tvö mörk og urðu því lokatölur leiksins 27-29 eins og áður sagði.

Markaskorarar FH voru:

Ragnhildur Guðmundsdóttir 8, Hildur Þorgeirsdóttir 6, Gunnur Sveinsdóttir 4, Ebba Brynjarsdóttir 2, Hafdís Hinriksdóttir 2, Ingibjörg Pálmadóttir 1 og Ásdís Sigurðardóttir 1.

Helga Vala Jónsdóttir varði 22 skot þar af 2 víti.

Markaskorarar Hauka voru:

Hanna Stefánsdóttir 12, Ramune Pekarskyte 7, Nína Arnfinnsdóttir 3, Erna Þráinsdóttir 2, Hekla Hannesdóttir 2, Nína K. Björnsdóttir 2 og Erla Eiríksdóttir 1.

Heiða Ingólfsdóttir varði 7 skot þar af 1 víti og Bryndís Jónsdóttir varði 6 skot þar af 1 víti.

Áhorfendur voru tæplega 400.

Dómarar voru þeir Sigurjón Þórðarson og Helgi Hallsson.

Aðrar fréttir