Tveir dagar í stórleikinn

Tveir dagar í stórleikinn

Á sunnudagskvöld klukkan 19:15 leikur meistaraflokkur FH við HK í DHL-deildinni. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur og nánast úrslitaleikur upp á framhaldið. FH liðið er sem stendur í 8 sæti deildarinnar en það sæti gefur einmitt sæti í 1.deild næsta vetur. Liðið er einu stigi á eftir ÍR sem er í 7 sæti og þremur stigum á eftir HK sem er í því sjötta. Fyrir aftan okkur í banka síðan KA og UMFA harkalega á dyrnar en þau eru einmitt í 9 og 10 sæti deildarinnar. FH liðið þarf líklega 4 stig úr þeim þremur leikjum sem eftir eru til þess að vera alveg öruggir með sæti í 1. deild. En í næsta leik eiga strákarnir leik við Víking/Fjölni. Þessir tveir leikir verða að vinnast. HK liðið er mjög sterkt lið sem hefur verið á uppleið eftir áramót. Það er því ljóst að strákarnir eiga erfiðan leik fyrir höndum. Ef strákarnir ná upp góðri stemmning og áhorfendur fjölmenna og láta vel í sér heyra þá er ekki spurning um hvoru megin sigurinn lendir. Þess vegna legg ég til að allir mæti og styðji og veiti þennan stuðning sem þarf til. Það er komin tími til að FH-ingar fylki sér að baki strákana og veiti þeim þann stuðning sem þeir eiga skilið. Sýnum nú að FH er stórveldi í handbolta með því að fjölmenna á völlinn og styðja strákana til sigurs.
Áfram FH.

Aðrar fréttir