Tveir sigrar á Hetti Egilsstöðum

Tveir sigrar á Hetti Egilsstöðum

Meistaraflokkur FH í handknattleik gerði góða ferð á Egilsstaði um helgina. Á föstudeginum var leikið klukkan 19 við heimamenn og sigraði FH þann leik með 29 mörkum gegn 24. Okkar menn voru lengi í gang og greinilegt að menn voru ekki alveg tilbúnir í slaginn. Hjá okkur FHingum átti Valur Arnarson stórleik og dróg vagninn allan leikinn. Hann gerði 11 mörk úr 15 tilraunum og stóð vörnina vel. Danni markmaður kom síðan sterkur inn í síðari hálfleik.

Mörk FH: Valur 11, Heiðar 7, Tommi 4, Gulli 3, Aron 3, Gaui 1.
Varin skot: Hilmar 10, Danni 12

Síðari leikurinn fór fram á laugardeginum klukkan 15 og voru menn nýbúnir að hlaða batteríinn þegar flautað var til leiks. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en í þeim síðari fóru hlutirnir að ganga upp. Leikurinn endaði 30-19 en staðan í hálfleik var 13-7 FHingum í vil. Kristmann “Manni” og Árni Stefán áttu frábæran seinni hálfleik og Valur fyrirliði skilaði sínu.

Mörk FH: Valur 6, Árni Stefán 6, Gaui 5/2, Manni 4, Bjarni 3, Aron 2, Gulli 2, Ari 1, Hilmar 1/1
Varin skot: Danni 12, Hilmar 11


Valur Arnarson fann sig vel á Egilsstöðum

Aðrar fréttir