U-18 Ísland hreppti 4. sætið á EM

U-18 Ísland hreppti 4. sætið á EM

Íslenska 18 ára landslið pilta í handknattleik tapaði fyrir Svíum, 42:35, í leiknum um bronsverðlaunin á Evrópumóti 18 ára landsliða í Tékklandi í dag. Svíar höfðu undirtökin allan tímann og var sigur þeirra aldrei í hættu. Síðar í dag eigast við Danir og Þjóðverjar í úrslitaleiknum um Evrópumeistaratitilinn. 4. sætið er þvi staðreynd á mótinu. Þó ekkert til að skammast sín fyrir því um er að ræða virkilega góðan árangur á virkilega sterku móti.

Tekið af mbl.is

Aðrar fréttir