U-18 kk: Sigur gegn Finnum og Tékkum og strákarnir komnir í milliriðil.

U-18 kk: Sigur gegn Finnum og Tékkum og strákarnir komnir í milliriðil.

U-18 ára landslið karla hélt til Brno í Tékklandi á fimmtudaginn var þar sem þeir taka þátt í Evrópumótinu í sínum aldursflokki.

Í liðinu eru hvorki fleiri né færri en fjórir FHingar, þeir Aron Pálmarsson(miðja), Ólafur Guðmundsson(skytta), Sigurður Ágústsson(lína) og Sigurður Örn Arnarson(markvörður), allir meistaraflokksleikmenn. Annar þjálfari liðsins er framkvæmdastjórinn og yfirþjálfarinn okkar Einar Andri Einarsson.



Aron og Siggi í landsleik í vor

Liðið er í riðli með Finnlandi, Danmörku og Tékklandi. Liðið sigraði Finna í tiltölulega auðveldum leik þar sem flestir fengu að spila og markverðir okkar stálu senunni. Lokatölur voru 34-24 eftir að hafa verið 18-12 yfir í hálfleik.

Í gær lék liðið við Tékka í stórskemmtilegan handboltaleik tveggja sterkra liða. Leikurinn var afar hraður og skemmtilegur og bauð að lokum upp á 77 mörk. Staðan í hálfleik var svo 19 – 18 fyrir Tékkland. Íslendingar byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel og lögðu grunninn að sigrinum á fyrstu 5 mínótum seinn ihálfleiks. Íslendingar skoruðu 6 fyrstu mörkinn í seinni hálfleik og staðan breyttist í 24 – 19. Strákarnir héldu síðan forystunni til leiksloka en Tékkar náðu að minnka muninn níður í eitt mark á lokamínútunum. Lokatölur 39-38. Sigur Íslands var hins vega aldei í hættu. Aron okkar Pálmarsson var valin besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum.



Óli Guðmunds í vor


Mörk Íslands skoru
ðu:

Aron 9

Guðmundur 8

Ólafur Guðm 6

Örn Ingi 5

Oddur 4

Heimir 3

Ragnar 2

Stefán 1

Bjarki 1

Markvarsla:

Arnór 10 skot

Svavar 6 skot

Strákarnir spila við Dani í kvöld, sunnudag, og er sá leikur í raun fyrsti leikur í milliriðli þar sem bæði lið hafa tryggt sig áfram í keppninni.



Legandary coach, Einar Andri þriðji frá hægri


Hópurinn sem fór út er eftirfarandi:

Markmenn

Arnór Stefánsson ÍR

Sigurður Örn Arnarson FH

Svavar Ólafsson Stjarnan

Aðrir leikmenn

Aron Pálmarsson FH

Bjarki Már Elísson Selfoss

Einar Héðinsson Selfoss

Guðmundur Árni Ólafsson Selfoss

Heimir Óli Heimisson Haukar

Kristján Örn Arnarson Haukar

Oddur Grétarsson Akureyri

Ólafur Guðmundsson FH

Ragnar Jóhannsson Selfoss

Sigurður Ágústsson FH

Stefán Sigurmannsson Haukar

Tjörvi Þorgeirsson Haukar

Örn Ingi Bjarkason Afturelding

Þjálfarar liðsins eru þeir Einar Guðmundsson og Einar Andri Einarsson.

Hér er hægt að skoða myndir af strákunum á ferð og flugi og keppnum….

http://www.pixbox.se/usr_show_id131619_page0_order1.html

Til hamingju strákar og áfram Ísland!!

Aðrar fréttir