Veislusalur - Sjónarhóll

Í íþróttahúsi Kaplakrika er stór veislusalur (Sjónarhóll) sem tekur 240 manns í sæti. Hægt er að skipta honum í 2 sali og tekur vestari 90 – 100 manns í sæti en salurinn nær bílastæðunum að austan tekur 140 manns í sæti.

Rúmgott eldhús og bar fylgir útleigu, einnig borðbúnaður fyrir 250 manns.  Einnig eru 2 ísskápar, ofn, uppþvottavél o.fl.

Fyrir framan salina er móttökusalur, anddyri og 3 wc. Hægt er að ganga út úr veislusölunum að norðanverðu (snýr að fótboltavellinum) ef einhverjir þurfa að reykja eða fá sér frískt loft.

Verðlisti

Verð 2024 Minni helmingur Stærri helmingur Allur salurinn
Fermingar,leiga í 4 tíma 80.000 kr. 90.000 kr. 110.000 kr.
Föstudagur til sunnudags 110.000 kr. 120.000 kr. 150.000 kr.
Rauðir dagar 110.000 kr. 120.000 kr. 150.000 kr.
Frídagur daginn eftir 110.000 kr. 120.000 kr. 150.000 kr.
Brúðkaupspakki 115.000 kr. 125.000 kr. 165.000 kr. Fá salinn kvöldið áður
Ef óskað er eftir salnum kvöldið áður 60.000 kr. 70.000 kr. 80.000 kr. Viðbót við salarleigu
Starfsfólk gangi frá borðum og stólum 40.000 kr. 40.000 kr. 40.000 kr.

Aðstoðarmanneskjur fylgja salnum og er þeim greitt eftir viðburðinn, fjöldi aðstoðarfólks fer eftir eðli veislunnar. Ávallt skal vera starfsmaður á svæðinu meðan leigutaki er í salnum. ATH á rauðu dögum er tímakaup starfsfólks hærra. tímann.

Staðfestingargjald er kr.45.000 og salurinn skal fullgreiddur viku fyrir leigu.Staðfestingargjald er óafturkræft.Reikningurinn er sendur í heimabanka frá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar

Veislunni á að vera lokið kl. 02:00 og allir farnir úr húsi kl. 03:00.

Að gefnu tilefni þá eru convetti sprengjur ekki leyfðar.

Tvær stærðir af borðum þ.e. 80×160 cm og 80×140 cm og hringborðin eru 186x186cm , við leigjum dúka á hringborðin á kr.1.400 en á hin borðin á kr.800 stykkið.

Leigutakar geta komið með mat og kökur o.sv.frv. Hægt er að kaupa kaffibaunir og er ein kaffikanna á kr.3.000.-

Þegar veislan er búin þarf að þvo leirtau, hnífapör, könnur, potta og stjaka og setja á sinn stað. Þrífa borðin og setja þau og stólana upp á kerrur og sópa gólfið. Við skúrum gólfið í salnum, eldhúsinu, móttökusalnum, anddyri og wc. Ef leigutaki gengur ekki frá borðum og stólum eins og um er talað hér að þá rukkum við hann um 40.000.- kr. sem vinnuframlag okkar.

 

Upplýsingar sendist á elsa@fh.is eða skrifstofa@fh.is