Umfjöllun: FH – Stjarnan, bikarúrslit 2.flokks karla

Umfjöllun: FH – Stjarnan, bikarúrslit 2.flokks karla

Annar flokkur karla gerði góða ferð í Laugardalshöllina á sunnudag því þá hirti flokkurinn enn einum titlinum, en þessir árgangar hafa verið stórbrotnir í gegnum tíðina og unnið hvern titilinn á fótum öðrum.

Ólafur Gústavsson gat ekki leikið með liðinu vegna meiðsla og sat upp í stúku. Liðið lét það ekki á sig fá og rúllaði yfir dapurt lið Stjörnunnar sem virkaði andlaust og staðan í hálfleik var 20-12.

Patrekur Jóhannesson og Roland Eradze þjálfarar Stjörnunnar hafa þrumað yfir þá í hálfleik því allt annað var að sjá til Stjörnuliðsins á meðan FH liðið slakaði á. Leikurinn vannst svo á endanum 31-29 eftir fremur dramatískar mínútur.

Benedikt Reynir Kristinsson var valinn maður leiksins, en Benni fór hamförum í þessum leik og skoraði hvert markið á fætur öðru – alls átta talsins.

Við á FH.is óskum strákunum og þjálfurum til hamingju með titilinn!

Aðrar fréttir