UNDANÚRSLIT Í BIKAR: FH vs. Víkingur Ó

UNDANÚRSLIT Í BIKAR: FH vs. Víkingur Ó

Kæru FH-ingar

Eftir frábæra mætingu og stemmningu á Haukaleiknum síðasta sunnudag er vert að ganga á lagið og óska eftir öðrum eins stuðningi í undanúrslitaleiknum á móti Víkingi frá Ólafsvík á morgun, miðvikudag.

Það er ekki á hverjum degi sem FH-ingar spila í undanúrslitum bikarkeppninnar og mjög langt er síðan slíkur leikur var leikinn á Kaplakrikavelli.

Klukkan 18.30 kyndum við í grillinu og gömlu og góðu FH-ingarnir Dýri Guðmundsson og félagar verða á grillinu. Um að gera að heilsa upp á gamlar hetjur og fá sér einn börger í leiðinni.

Láttu því sjá þig í hvítu á morgun í Krikanum klukkan 19.15, taktu alla vini þína með þér, keyptu þér borgara á grillinu og styddu FH liðið til sigurs.

Aðrar fréttir