Ungir snillingar í Reykjaneshöll

Ungir snillingar í Reykjaneshöll

Á laugardagsmorgun og fram eftir degi var haldið mót fyrir 7.flokk. FH-ingar, undir stjórn Sigþórs Árnasonar, mættu með rúmlega 50 peyja til leiks. Þeir voru sjálfum sér og félaginu til sóma enda miklir herramenn 🙂

Tekið var eftir mikilli leikgleði og skemmtun bæði hjá leikmönnum og ekki síst foreldrum í flokknum 🙂 🙂 🙂 Þess má geta að ekki er hægt að horfa á mikið skemmtilegri fótbolta en hjá þessum flokki, þarna eru menn að spila með hjartanu og leikgleðin skín langar leiðir…

Halda svo áfram strákar foreldrar og strákar að vera flottastir.

Á sunnudagsmorgun mætti svo eitt lið frá 4.fl.kk í 5 liða hraðmót í Reykjaneshöllinn þar sem kepptu ásamt FH, Njarðvík, Keflavík, Grindavík og Haukari. Prúðir FH-ingar komu sáu og sigruðu. Stóðu sig feikivel, sýndu góðan fótbolta og góð tilþrif í öllum leikjum. Endaði það svo að þeir sigruðu mótið og fóru mjög sáttir heim.

Aðrar fréttir