Unglingalandsmótið í Stykkilshólmi.

Unglingalandsmótið í Stykkilshólmi.

Við FH-ingar höfum aldrey haft keppnisrétt á Unglingalandsmótinu og núna þegar við höfum öðlast hann gleimdum við okkur og nýttum hann ekki.Það fóru þó 2 FH ingar, þeir Óli Tómas Freysson og Guðmundur Heiðar Guðmunsson.

Árangur Guðmundar Heiðars Guðmundssonar(keppendur voru frá 24 til 32 í þessum greinum):

1. 60 METRAR:1. sæti, 8,88 sek. Ath. hljóp 2 sinnum v.mistaka í tímamælingu. Þáttakendur 32. Annað sæti var á 9,07 sek.

2. LANGSTÖKK:1. sæti, 4,03 metrar. Annað sæti var með 3,86 metrar (sá strákur á best tæpa 4,4 metra. Hér var mjög slakur árangur v. mikils roks og rigningar.

3. 800 METRAR:1. sæti, 2 mín 51,24 sek.. Annað sæti var með ca. 2,55 mín. Hér var lítil sem engin keppni. GHG getur náð miklu betri tíma.

Árangur Óla Tómasar:

Hljópa 100 metrana á ca. 11,84 sek. og hafnaði í 3 sæti en fyrsta sætið var á ca.11,53 sek. Ath. vindur og bleyta.

Óli náði svo að þruma spjótinu yfir 40 m og var mun sáttari með það en 100m.

Aðstæður voru mjög erfiðar, mikil rigning og rok. Í langstökkinu var stokkið upp í vindinn en stelpurnar voru með vindinn í bakið. Í 800 metra hlaupinu var lítil sem engin keppni og hafði GHG lítið fyrirþeim sigri sem og í öðrum greinum.

Óli Tómas áttaði sig ekki á því að það væri ekki tartanvöllur og tók gömlu góð 5 mm gaddana í stað 12 sem andstæðinganir notuðu.

Frekari upplýsingar um mótið er að finna hér: http://www.umfi.is/ulm2002/

Aðrar fréttir