Uppbygging Kaplakrika

Uppbygging Kaplakrika

Um er að ræða félags- og skrifstofuaðstöðu á einni hæð, ný búningsherbergi sem uppfylla UEFA staðla, viðbótastúku, aðstöðu fyrir fréttamenn og keppnisstjórn, skyggni yfir núverandi stúku en stúkan rúmar þá nær 2000 manns í sæti, skylmingarsal, endurgerð á eldra húsnæði þ.m.t. búningsherbergjum, 200 m² tækja- og lyftingarsal, 4500 m² frjálsíþróttahús, tengibyggingu á milli allra húsa þ.m.t. í Risann. Samtals eru nýbyggingar um 7000 m². Lóðin verður öll endurgerð, bílastæði, gönguleiðir og aðkoma að svæðinu þ.m.t. við Flatahraun og aðgengi að íþróttamiðstöðinni. Núverandi íþróttahús og knatthúsið Risinn verða í notkun allan byggingartímann. Þó verður eldri búningsherbergjum lokað meðan unnið er að endurgerð þeirra.

Hér er hægt að skoða teikningu af svæðinu.

Að verkinu koma:


Verkkaupi :
   
Hafnarfjarðarbær og Fimleikafélag Hafnarfjarðar.


Ábyrgðaraðilar af hálfu Hafnarfjarðabæjar / FH:
 
Framkvæmdaráð Hafnarfjarðar og Fasteignafélag Hafnarfjarðar. Aðalstjórn FH.


Byggingarnefnd FH:
 
Gunnar Svavarsson formaður og Sigurður Þorvarðarson tilnefndir af Hafnarfjarðarbæ.
Kristjana Aradóttir og Viðar Halldórsson tilnefnd af FH, Ingvar Jónsson íþróttafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar,
Erlendur Árni Hjálmarsson Fasteignafélagi Hafnarfjarðar


Verkefnastjóri:

Erlendur Árni Hjálmarsson Fasteignafélagi Hafnarfjarðar


Útboðsgögn:

Fasteignafélag Hafnarfjarðar og Verkfræðistofan VSB.


Eftirlit:

Boðið út í opnu útboði 18. febrúar 2007


Hönnuðir:

Aðalhönnun:                Arkitektastofan Batteríið ehf.
Lóðarhönnun:              Landslag ehf., Þráinn Hauksson
Burðarþol:                   VSB verkfræðistofa
Vatns- og hitalagnir:     VSB verkfræðistofa
Loftræsilagnir:             VSB verkfræðistofa
Raflagnir:                     VSB verkfræðistofa


Kostnaður:

Heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður 1000-1200 milljónir.


Nokkrar dagsetningar:

18. feb. 2007

Útboð á jarðvegsframk

Aðrar fréttir