Upphitun: Akureyri – FH, N1-deild karla

Upphitun: Akureyri – FH, N1-deild karla

Á morgun, fimmtudaginn 18. mars, heimsækja FH-ingar Akureyringa í 3ja skiptið á þessu tímabili. Leikurinn er í 3. umferð N1-deildar karla og er þetta 2. leikurinn í 3ju umferð. Það verður án alls vafa hart barist fyrir Norðan, enda tvö topplið að mætast. Liðin hafa marga harða hildina háð, en meira um það hér að neðan.


FH-ingar leika gegn Akureyri Norðan heiða í kvöld.

Akureyri
Lið Akureyrar er í 2. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 15 leiki, 4 stigum á eftir toppliði Hauka. Norðanmenn hafa unnið 9 leiki, gert 2 jafntefli og tapað 4 leikjum (þar af 2 gegn FH).

Leikurinn á morgun verður vafalaust erfiður fyrir okkar menn, enda Akureyringarnir jafnan öflugir á heimavelli (sérstaklega í kvennaboltanum…) og hafa þeir að auki harma að hefna. FH-ingar hafa nefnilega unnið síðustu 3 leiki liðanna sem að einhverju máli skiptu, þ.e.a.s. 2 í deild og 1 í bikar. Þeir koma því vafalaust til með að berjast eins og grenjandi ljón frá fyrstu mínútu, staðráðnir í að tapa ekki enn einum leiknum gegn FH.

Helstu styrkleikar Akureyringa eru vafalaust ódrepandi baráttuandi og sterkur varnarleikur. Þá getur liðið oft á tíðum sýnt flotta takta í sókninni en það er þó aðallega vörnin sem að vinnur leikina. Þeir eru með vel skipaðan hóp, flottan markmann og útsjónarsaman þjálfara. Þá má ekki gleyma því að stuðningur við liðið er góður á heimavelli, með þeim betri í deildinni.

Síðasti leikur Akureyringa í deildinni var þann 12. mars síðastliðinn en þá tóku þeir á móti Stjörnunni. Sá leikur var aldrei í vafa, Norðanmenn yfirspiluðu Garðbæinga og unnu öruggan 15 marka sigur, 36-21.

Síðasti leikur liðanna
Akureyringar heimsóttu Krikann þann 4. febrúar síðastliðinn og vilja vafalaust gleyma þeirri heimsókn sem fyrst. FH-ingar stjórnuðu þeim leik frá upphafi til enda og unnu öruggan 8 marka sigur, 33-25. Síðasti leikur liðanna á Akureyri var í bikarnum þann 15. nóvember en þar unnu FH-ingar eins marks sigur, 22-23.

FH
Lið FH situr í 3-4 sæti deildarinnar með 19 stig eftir 15 leiki, 5 stigum á eftir Haukum. FH-ingar hafa unnið 9 leiki, gert 1 jafntefli en tapað 5 leikjum.

FH-ingar mæta vafalaust fullir sjálfstrausts til leiks, enda ekki ástæða til annars. Síðasti leikur liðsins var nefnilega með eindæmum góður, en þar unnu FH-ingar 6 marka sigur á Haukum, 31-25, sem að var fyrsti sigur þeirra á Haukum í heilt ár. Liðsmenn FH léku gríðarlega vel í þeim leik og leitast vafalaust eftir því að halda því áfram, enda lítið eftir af mótinu og metnaðurinn mikill.

Góður leikur FH-inga byggist mikið upp á brjáluðum varnarleik, góðri markvörslu og hröðum sóknarleik (hraðaupphlaupum). Lið FH er markahæst allra liða í deildinni það sem af er, skorar mikið í flestum leikjum en tapar því oft niður með kæruleysi í vörninni, sem að veldur því að það fær mikið af mörkum í bakið. Detti varnarleikur liðsins í gang er liðið vafalaust eitt af tveimur bestu liðum landsins, sé hann ekki í lagi geta strákarnir tapað fyrir hverjum sem er. Strákarnir verða því að vera 100% einbeittir frá fyrstu mínútu, eins og þeir voru gegn Haukum, og þá eru þeim allir vegir færir.

Síðasti leikur liðsins var eins og áður sagði í Krikanum gegn Haukum. Báru FH-ingar frábæran sigur úr býtum í það skiptið, 31-25, og hefur sá sigur vonandi gefið strákunum aukið sjálfstraust fyrir leikinn gegn Akureyri. Í þeim leik var Bjarni Fritzson markahæstur með 10 mörk og í markinu var nýbakaði faðirinn Pálmar Pétursson með 16 varða bolta.

Það verður því háspenna í Höllinni þegar þessi tvö lið mætast, enda tvö lið sem að eru nokkuð jöfn á

Aðrar fréttir