Upphitun: FH – Afturelding, 23. mars 2017

Það eru fjórir leikir eftir í deildinni. Okkar menn eru fjórum stigum frá toppnum, með leik til góða gegn Gróttu sem var frestað til sunnudags en fyrst eru það lærisveinar Einars Andra sem þurfa að koma í heimsókn í Kaplakrika.

Jóhann Karl og Ágúst Birgis að gera það sem þeir gera best.

Jóhann Karl og Ágúst Birgis að gera það sem þeir gera best. Þeir verða í eldlínunni í kvöld.

Afturelding voru yfirburðarlið fyrir áramót en hafa hikstað í síðustu umferðum. Þeir hafa aðeins náð í fjögur stig af síðustu tíu. Þetta hefur fellt þá úr fyrsta sæti í þriðja. Þeir eru ásamt okkar mönnum með 29 stig en á undan okkar mönnum á innbyrðis viðureignum. Það lið sem vinnur leik kvöldsins í kvöld er endanlega búið að tryggja sér heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninar og getur gert lokaatlögu að deildarmeistaratitlinum.

Þeirra lang hættulegasti maður er Árni Bragi Eyjólfson sem er búin að skora 157 mörk í vetur, rúmum tíu mörkum fleiri en okkar hæstu menn og sextíu mörkum fleiri en Elvar Ásgeirsson sem er þeirra næsti maður.

Halldór Jóhann að fara yfir málin í síðasta heimaleik.

Halldór Jóhann að fara yfir málin í síðasta heimaleik.

Nokkur spurningarmerki eru yfir okkar hóp. Þrjá stóra pósta vantaði í síðasta leik, en Árni Stefán sagði í viðtali að stutt væri í Ásbjörn og Ísak. Eins og oft áður mun mikið mæða á að ná vörninni upp til að koma Óðni inn í leikinn með sínum stórhættulegu hraðaupphlaupum. Birkir Fannar kom sterkur inn í síðasta leik og mun væntanlega halda sæti sínu í byrjunarliðinu.

Síðustu tveir leikir voru töluverð vonbrigði. Nú reynir á strákana að hrista af sér vonbrigðin. Afturelding, Grótta, Haukar og Selfoss. Þetta eru engir smá leikir sem eru eftir hjá liðinu, en strákarnir eru meira en færir um að vinna þá alla. Eina liðið í þessum hóp sem þeir hafa ekki unnið í deildinni í vetur eru Mosfellingar, og allir FH-ingar ættu að mæta í kvöld og sjá strákana leiðrétta það.

Við erum FH!

-Ingimar Bjarni

Aðrar fréttir