Upphitun: FH – Afturelding, N1-deild karla

Upphitun: FH – Afturelding, N1-deild karla

Fimmtudaginn næsta, 17. mars, fer 17. umferð N1-deildarinnar fram, en þá mæta leikmenn Aftureldingar í Kaplakrika og leika gegn heimamönnum í FH. Má þar búast við hörkuspennandi leik, en bæði lið hafa verið að leika ágætis handbolta upp á síðkastið og hafa bæði unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni. Það leikur því enginn vafi á því að leikurinn verður fjörugur og skemmtilegur á að horfa.

Afturelding
Mikill stígandi hefur verið í leik Aftureldingar upp á síðkastið, en þeir sitja þrátt fyrir það í 7. sæti deildarinnar með 8 stig – tveimur stigum á undan botnliði Selfoss. Þeir hafa unnið 4 leiki en tapað 12 leikjum.

Lið Aftureldingar hefur leikið vel eftir áramót og virðast Mosfellingar nú líklegir til þess að halda sæti sínu í deildinni, þó að þeir muni sennilega þurfa að spila umspilsleik um sætið við lið úr fyrstu deildinni. Spilamennska þeirra fyrir áramót var þó oft og tíðum góð, en náðu þeir þrátt fyrir það ekki að vinna leiki. Upp á síðkastið hafa þeir hins vegar verið að klára leiki, gegn Fram 21. febrúar síðastliðinn og svo gegn Haukum í síðustu umferð. Þeir mæta því væntanlega fullir sjálfstrausts í leikinn á fimmtudaginn.


Fyrrum FH-ingurinn Bjarni Aron Þórðarson hefur reynst okkur erfiður ljár í þúfu

Einn stærsti þátturinn í þessari svokölluðu upprisu Mosfellinga er markvörðurinn Hafþór Einarsson. Hafþór hefur varið gríðarlega vel í undanförnum leikjum og hefur hjálpað liði sínu í átt að þessum tveimur sigrum sem þeir hafa unnið í síðustu tveimur umferðum. Þá hefur Sverrir Hermannsson reynst góður styrkur fyrir liðið, en hann gekk til liðs við Mosfellinga frá Víkingi í janúar. Annars er ekki hægt að tala um einhvern einn lykilmann í liði Aftureldingar, því fyrst og fremst eru þeir lið með góðum handboltamönnum sem bakka hvorn annan vel upp – vinna mjög vel saman sem lið. Það er því ljóst að FH-ingar eiga erfiðan leik fyrir höndum á fimmtudaginn.

Fyrri leikir liðanna

FH 34-25 Afturelding, 30. september 2010
1,200 manns mættu á þennan leik, sem var í fyrstu umferð mótsins. Leikurinn var jafn í fyrstu en FH-ingar stungu Mosfellinga af í seinni hálfleik og unnu að lokum sanngjarnan stórsigur á nýliðunum, 34-25. Markahæstur FH-inga var Ólafur Guðmundsson með 10 mörk en í liði Aftureldingar voru FH-ingarnir fyrrverandi Bjarni Aron Þórðarson og Arnar Freyr Theódórsson atkvæðamestir, Bjarni skoraði 10 mörk en Arnar skoraði 6.

Afturelding 19-27 FH, 25. nóvember 2010
Eins og í fyrri leiknum voru liðin nokkuð jöfn í byrjun, en FH-ingar náðu þó á endanum að sigra nokkuð örugglega, 27-19. Atkvæðamestir í liði FH voru þeir Ólafur Guðmundsson með 7 mörk og Ásbjörn Friðriksson með 6 mörk, en í liði Aftureldingar var Bjarni Aron Þórðarsson á ný markahæstur með 6 mörk.

FH
FH-ingar hafa líkt og Mosfellingar verið að leika vel í deildinni undanfarið og eru eins og sakir standa í 2. sæti N1-deildarinnar með 21 stig, 6 stigum á eftir toppliði Akureyrar en tveimur stigum á undan liði Fram, sem situr í 3. sæti deildarinnar.

Síðasti leikur liðsins var einmitt gegn Fram, en hann fór fram í Safamýrinni 6. mars síðastliðinn. Þar unnu okkar menn frækinn s

Aðrar fréttir