Upphitun: FH-Akureyri, N1-deild karla

Upphitun: FH-Akureyri, N1-deild karla


FH-ingar leika gríðarlega mikilvægan leik í Krikanum á morgun kemur þegar topplið Akureyrar sækir þá heim. Má hér búast við gríðarlega erfiðum leik, en Akureyringar hafa unnið alla leiki sína það sem af er tímabilinu og mæta því fullir sjálfstrausts í leikinn gegn FH-ingum, sem hafa verið að koma til eftir erfiðan kafla. Nafngjöfin „úrslitaleikur“ á vel við, en FH-ingar verða í raun að sigra leikinn ætli þeir sér að halda í við Norðanmenn í deildinni.

Akureyri
Sameinað lið Þórs og KA í N1-deild karla situr í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir 6 leiki, jafnir HK-ingum að stigum sem þó hafa leikið einum leik meira. Hafa þeir skorað 183 mörk en fengið á sig 148 og eru því með +35 í markahlutfall, sem er það besta í deildinni þrátt fyrir að Akureyringar hafi leikið færri leiki en önnur lið.

Akureyringar hafa, eins og gefur auga leið, hafið mótið af miklum krafti og hafa unnið alla sína leiki nokkuð sannfærandi. Lið þeirra breyttist talsvert yfir sumarið, Atli Hilmarsson tók við stjórnartaumunum af Rúnari Sigtryggssyni og í kjölfarið fengu Norðanmenn til sín menn á borð við Bjarna Fritzson (frá FH) og Sveinbjörn Pétursson (frá HK) til sín, en í staðinn yfirgáfu Hafþór Einarsson, Jónatan Magnússon og Árni Þór Sigtryggsson félagið – Hafþór leikur nú með Aftureldingu en Jónatan og Árni Þór héldu báðir erlendis (Jónatan fór til norska liðsins Kristiansund en Árni Þór gekk til liðs við  þýska liðið DHC Rheinland, áður þekkt sem Dormagen). Að öðru leyti hélst mannskapurinn sá sami, sem verður að teljast sterkt.


Bjarni lék í hinum fagra FH-búning í fyrra, en er nú í röðum norðanmanna.

Bjarni Fritzson, markahæsti leikmaður N1-deildarinnar í fyrra, er markahæstur Akureyringa það sem af er móti, en hann hefur skorað 51 mark – 19 mörkum meira en næstmarkahæsti leikmaður þeirra, Guðmundur Hólmar Helgason. Skammt á eftir honum kemur vinstri hornamaðurinn Oddur Grétarsson með 30 mörk. Það verður að teljast athyglisvert að tveir hornamenn skuli hafa skorað rétt tæplega helming allra marka sem Akureyringar hafa skorað í deildinni og sýnir að sama skapi fram á hver er þeirra sterkasta hlið sóknarlega séð – en það eru hraðaupphlaupin. Bjarni og Oddur eru ávallt fyrstir fram og skora því ætíð sinn skerf af mörkum. Þetta verða FH-ingar að stoppa ætli þeir sér sigur.
Akureyringar eru þar að auki gríðarlega sterkir varnarlega séð, hafa fengið á sig fæst mörk og markvörður þeirra ver oftar en ekki í kringum 20 skot í leik. Þá hefur liðsheild löngum verið aðalsmerki norðanmanna, og veldur því að þeir gefast aldrei upp. Okkar menn þurfa því að spila vel allan leikinn, annars er hætt við slæmum úrslitum.

Síðasti leikur Akureyringa var gegn Selfossi í Höllinni fyrir norðan. Þar unnu Akureyringar sannfærandi 5 marka sigur, 34-29, í leik sem var þannig séð aldrei í vafa.

Fyrri leikir liðanna
FH-ingar og Akureyringar mættust fjórum sinnum á síðustu leiktíð, þrisvar í deild en einu sinni í bikar. Þrír leikjanna fóru fram fyrir norðan en einn leikur fór fram í Krikanum. Unnu FH-ingar þrjá leiki: 22-23 í 16. liða úrslitum bikarsins, 27-30 í fyrstu viðureign liðanna í deildinni og svo 33-25 í leik liðanna í Krikanum. Akureyringar náðu hins vegar að vinna þriðja leik liðanna í deildinni, sá leikur fór fram fyrir norðan og lyktaði með 33-30 sigri Akureyringa.

FH
FH-ingar sitja eins og er í 4. sæti deildarinnar, 2 stigum á eftir Fram sem er í 3. sæti, en fjórum stigum á eftir toppliðinu. Að sama skapi erum við tveimur stigum fyrir ofan nágranna vora í Haukum, sem töpuðu í fyrradag gegn Fram að Ásvöllum og náðu þar með ekki að jafna okkar menn að stigum. Strákarn

Aðrar fréttir