Upphitun: FH – Fram, undanúrslit úrslitakeppninnar

Upphitun: FH – Fram, undanúrslit úrslitakeppninnar

Fimmtudaginn næsta verður vægast sagt stórleikur leikinn á fjölum íþróttahússins í Kaplakrika. Hér er um að ræða einn mikilvægasta leik félagsins í mörg ár, einn þann allra stærsta á 21. öldinni. Eftir margra ára lægð er loks komið að því að FH-ingar eru komnir í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn. Við höfum löngum þurft að horfa upp á nágranna okkar í Haukum keppa um titilinn, á meðan við sátum hjá. En nú er komið að okkur.

Fyrsta hindrunin sem okkar menn verða að yfirstíga ætli þeir sér titilinn þetta árið er ekkert grín. Hið gífurlega vel mannaða lið Fram, sem endaði í 3. sæti deildarinnar þetta árið, er til alls líklegt og getur á góðum degi skákað hvaða liði sem er. Hér er um að ræða tvö gífurlega jöfn lið, bæði vel mönnuð og vel spilandi. Það má því búast við hörkuleikjum þessara liða og er sá fyrsti í Krikanum á fimmtudaginn.

Fram
Framarar enduðu í 3. sæti deildarinnar þetta árið, eftir að hafa löngum verið í 2. sætinu. Framarar fengu 23 stig í 21 leik, voru sem sagt 7 stigum á eftir liði FH sem náði 2. sætinu og stigi á undan HK, sem sat í 4. sæti. Framarar unnu 11 leiki, gerðu eitt jafntefli en töpuðu níu leikjum.

Tímabilið hjá Frömurum hefur verið upp og ofan. Þeir hófu mótið af gífurlegum krafti og virkuðu sannfærandi fram að áramótum, en þá fór að halla undan fæti. Framarar geta á góðum degi unnið lið á borð við Akureyri, en geta svo næsta dag lotið í gólf fyrir einu af neðri liðum deildarinnar. Sá hátturinn hefur oft verið á eftir áramót, Framarar töpuðu t.a.m. fyrir Aftureldingu á heimavelli stuttu áður en þeir mættu FH-ingum síðast. Í síðasta mánuði unnu þeir svo 12 marka sigur á liði Hauka, og það er því augljóst að það er stutt á milli hjá liði Framara. Undirritaður trúir því persónulega að Framarar mæti af fullum krafti í leik liðanna tveggja á fimmtudaginn, enda mikið í húfi og það vita þeir vel. Það mega FH-ingar ekki vanmeta – Framarar hafa kannski ekki verið upp á sitt besta í undanförnum leikjum, en þeir rífa sig gjarnan upp þegar þeir þurfa mest á því að halda.


Besti leikmaður Framara – Halldór Jóhann Sigfússon.

Erfitt er að sortera út einn og einn lykilmann í liði Framara, enda er þar valinn maður í hverju rúmi. Markvörður þeirra, Magnús Gunnar Erlendsson, reynist þeim oft drjúgur – sér í lagi í stórum leikjum. Þeir eiga sterka hornamenn í Matthíasi Daðasyni, vinstra megin, og Einari Rafni Eiðssyni, hægra megin. Einar hefur oft reynst FH-ingum erfiður ljár í þúfu, enda alinn upp við það að hata Fimleikafélagið (Einar er Haukari að upplagi). Í skyttustöðunum eru Framarar einna sterkastir. Vinstra megin hafa þeir þá Andra Berg Haraldsson, fyrrum FH-ing, og hinn unga Róbert Aron Hostert. Þegar þessir tveir komast í gang eru þeir illviðráðanlegir, sér í lagi Róbert. Það verður því að hafa góðar gætur á þeim. Magnús Stefánsson er einnig hættulegur þegar hann dettur í gírinn í skyttunni vinstra megin. Í hægri skyttunni eru einnig tveir sterkir leikmenn, þeir Jóhann Gunnar Einarsson

Aðrar fréttir