Upphitun: FH – Haukar, N1-deild karla

Upphitun: FH – Haukar, N1-deild karla

Nú er komið að því. Önnur orrusta sem verður að vinnast. Tvö stig eru í húfi. Montréttur er í húfi. Hver er stóri bróðir og hver er litli bróðir? Mikilvægið er í hámarki.

Við erum að tala um viðureign FH og Hauka, Kaplakrika, þann 30. nóvember 2010 kl. 19:45.

Haukar
Nágrannar vorir í Haukum sitja eins og er í 5. sæti N1-deildar karla með 8 stig eftir 8 leiki, tveimur stigum og einu sæti neðar en okkar menn. Markahlutfall þeirra er -9, þeir hafa skorað 206 mörk en fengið á sig 215 mörk.

Gengi Haukamanna hefur eins og gefur að skilja valdið talsverðum vonbrigðum í syðri hluta Hafnarfjarðar, enda ríkjandi Íslands-og bikarmeistarar. Það má þó ekki gleyma því að lið þeirra breyttist talsvert fyrir mót, burðarásar yfirgáfu félagið og fáir gengu til liðs við þá í staðinn. Ungir strákar stigu upp í staðinn og hafa hingað til staðið sig með ágætum en vantar ef til vill reynsluna sem þarf til að halda uppi stöðugleika. Björgvin Þór Hólmgeirsson yfirgaf liðið þó ekki og hefur hann reynst Haukunum drjúgur, en hann er markahæstur í liðinu með 56 mörk. Þar að auki hefur hægri hornamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson skilað sínu, skorað 34 mörk og nýtt öll þau víti sem honum hafa verið eftirlátin.

Það verður þó að teljast til veikleika hjá Haukunum að þeir eiga þannig séð enga hægri skyttu. Hingað til hefur íþróttafréttamaðurinn og, hingað til, hægri hornamaðurinn Einar Örn Jónsson leyst þá stöðu af hólmi. Sú uppstilling hefur skilað drengnum fjórum mörkum, sem verður seint talið mikið skor fyrir hægri skyttu. Haukarnir geta þó alltaf sett rétthenta menn í stöðuna, leikmenn á borð við Stefán Rafn Sigurmannsson og Þórð Rafn Guðmundsson geta vel skotið að utan og ætti skyttustaðan hægra megin ekki að vera undantekning þar á.

Íslandsmeistararnir eru þó alltaf hættulegir. Þeir ná oft langt á sterkum varnarleik og þeir vilja gjarnan skora í gegnum hraðaupphlaup, og það verða FH-ingar að stöðva ætli þeir sér að vinna leikinn.

Síðasti leikur Hauka í deildinni var gegn Val þann 24. nóvember síðastliðinn á Ásvöllum. Þar unnu Haukamenn eins marks sigur, 23-22, með marki frá Einari Erni á lokasekúndum leiksins (úr horninu, samt – ekki skyttunni!). Valsmenn leiddu í hálfleik, 10-12.

Síðasti leikur Haukamanna var aftur á móti gegn þýska liðinu Grosswallstadt og fór sá leikur fram á Ásvöllum á laugardaginn síðasta. Fór undirritaður á þann leik og horfði á nágranna vora tapa ansi hreint sannfærandi gegn Sverri Björnssyni (Sverre Jakobsson) og félögum – lokatölur 28-17. Það sem einna helst skóp sigur Grosswallstadt var þeirra frábæri varnarleikur, þeir léku 6-0 varnarafbrigði og undir þeim kringumstæðum áttu Haukarnir aldrei séns.

Síðasti leikur liðanna
Fyrri leikur liðanna á þessu tímabili fór fram á Ásvöllum þann 9. október síðastliðinn, en sá leikur verður eflaust lengi í minnum hafður. Skemmst er að segja frá því að FH-ingar unnu ansi sannfærandi 9 marka sigur á Haukunum, 19-28, og það á þeirra eigin heimavelli. Flottur varnarleikur og skemmtilegur en jafnframt agaður sóknarleikur skóp þennan örugga sigur FH-inga, sem verður eflaust erfitt að endurtaka á nýjan leik. Undirritaður býst þó ekki við því að þetta gerist aftur – Haukarnir koma eflaust til með að berjast eins og grenjandi ljón og við FH-ingar verðum að vera undir það búnir.


Ólafur Guðmundsson fór á kostum í síðasta leik liðanna

FH
FH-ingar sitja fyrir leik morgundagsins í 4. sæti N1-deildar karla með 10 stig, 6 stigum á eftir toppliði Akureyrar en tveimur stigum á eftir liðum H

Aðrar fréttir