Upphitun: FH-Haukar, N1-deild karla

Upphitun: FH-Haukar, N1-deild karla

Þetta er þriðji leikur liðanna á þessu tímabili, annar af tveimur sem að fer fram í Krikanum. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla FH-inga, unga sem aldna, til að verða partur af liðinu því að eins og allir vita eru stuðningsmenn liðinu gríðarlega mikilvægir. Umgjörðin í kringum leikinn er tær snilld, en meira um það hér að neðan.

Haukar
Lið Hauka situr í efsta sæti deildarinnar með 16 stig, 3 stigum meira heldur en okkar menn í FH eftir 10 leiki. Þeir hafa unnið 7 leiki, gert 2 jafntefli og tapað einungis einum leik.

Ljóst er að þessi leikur verður gríðarlega erfiður fyrir okkar menn. Haukarnir hafa yfir gríðarlegu sterku liði að skipa, spila sterkan varnarleik og agaðan sóknarleik. Þeirra bestu menn; Sigurbergur Sveinsson, Björgvin Hólmgeirsson og Birkir Ívar Guðmundsson, hafa allir hæfileika til þess að vinna leiki upp á eigin spýtur. Þeir eru þó langt frá því að vera ósigranlegir, eins og kom í ljós þegar HK-ingar unnu þá og enduðu sigurgöngu þeirra sem að spannaði 8 leiki.

Síðasti leikur Haukanna, og sá fyrsti á þessu ári, var gegn botnliði Fram. Þar unnu Haukarnir 5 marka sigur, 30-25, sem að var þó nokkuð jafn leikur. Framarar voru á tímabili jafnir Haukunum en gáfu þó eftir í lokin. Í þeim leik var hægri hornamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson markahæstur, en hann skoraði alls 9 mörk. Næstur honum kom Sigurbergur Sveinsson með 7.

Síðustu leikir liðanna
Síðasti leikur liðanna var í Krikanum þann 6. desember og var í Eimskipabikarnum. Sá leikur var án efa með þeim mest spennandi sem sést hafa. Umræddur leikur þurfti tvær framlengingar til þess að knýja fram úrslit en á endanum sigraði lið Hauka, 38-37, og sló FH-inga þar með úr bikarnum.

Síðasti deildarleikur liðanna var hins vegar á Ásvöllum. Þar skiptust liðin á því að vera í forystu en Haukarnir sigruðu að lokum með 3 mörkum, 29-26.

FH
Okkar menn sitja í 2. sæti deildarinnar með 13 stig, 3 stigum á eftir toppliði Hauka en jafnir Völsurum, sem að sitja í 3. sæti. Liðið hefur sigrað í 6 leikjum, gert 1 jafntefli og tapað 3 leikjum.

Leikurinn er gríðarlega þýðingarmikill fyrir lið FH. Gildi leiksins felst ekki einungis í því hversu mikilvægt það er fyrir leikmenn og stuðningsmenn að hafa betur gegn grönnum okkar, heldur einnig vegna þess að ef leikurinn tapast verður munurinn á liðunum 5 stig. Ef að leikurinn vinnst hins vegar ná FH-ingar að saxa á forskot Haukanna niður í 1 stig. Möguleikar liðsins í titilbaráttunni aukast til muna með sigri.

Síðasti leikur FH-inga í deildinni var vægast sagt frábær. Þá tóku okkar menn Akureyringa í karphúsið, unnu öruggan 8 marka sigur. Nafnarnir Ólafur Guðmundsson og Gústafsson skoruðu þá báðir 6 mörk, líkt og Bjarni Fritzson. Pálmar Pétursson átti einnig frábæran dag, varði 24 skot. Það er því ljóst að FH-ingar eru mjög vel stemmdir fyrir leikinn gegn Haukunum og koma án efa til með að veita þeim harða keppni.

 

Umgjörð leiksins
Umgjörðin um leikinn er af dýrari gerðinni. Að vanda verður boðið upp á grillveislu í Krikanum og er það þjálfarateymi Íslandsmeistaraliðs FH í fótbolta sem að sér um borgarana í þetta skiptið, með meistara Heimi Guðjónsson í fararbroddi. Söngfuglarnir, bræðurnir og FH-ingarnir Jón Ragnar og Friðrik Dór Jónssynir sjá um að skemmta áhorfendum af sinni alkunnu snilld, byrja þeir uppi í tengibyggingu en færa sig svo niður á gólf þegar dregur nær leiknum sjálfum.
Bónusskotið víðfræga verður á sínum stað í hálfleik þar sem að heppnum áhorfendum gefst tækifæri til að vinna vegleg gjafabréf frá Bónus. Þá verður skemmtilegur leikhlés-leik

Aðrar fréttir