Upphitun: FH – Valur, N1-deild karla

Upphitun: FH – Valur, N1-deild karla

Næstkomandi fimmtudag er sannkallaður stórleikur á dagskrá á fjölum Kaplakrika, en þá mæta Valsarar í Fjörðinn og leika gegn FH-ingum. Leikurinn er í 18. umferð N1-deildar karla og hefur gífurlegt mikilvægi fyrir bæði lið. Vinni FH-ingar sigur fara þeir langt með að tryggja sig inn í úrslitakeppnina sem haldin verður eftir að deildarmótinu sjálfu lýkur en Valsarar verða að vinna ætli þeir að halda draumnum um úrslitakeppnina þetta árið á lífi. Það verður því vafalaust hart barist í Krikanum, eins og oftast þegar þessi lið mætast.

Valur
Bikarmeistarar Vals hafa verið á góðu skriði eftir að Óskar Bjarni Óskarsson tók við þeim og sitja eins og er í 6. sæti N1-deildar karla, 5 stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Má skrifa slæma stöðu liðsins á fyrri hluta móts, en Valsarar hófu mótið vægast sagt skelfilega og voru lengi vel í neðsta sæti deildarinnar. Þeir hafa þó verið á góðu skriði eftir að Óskar Bjarni tók við, eins og áður sagði, og eiga því tölfræðilegan möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Valsmenn hafa á mótinu sankað að sér 14 stigum; hafa unnið 7 leiki en tapað 10 leikjum.

Helsta ástæða þess að Valsmenn hafa náð að gyrða sig í brók upp á síðkastið er batnandi leikur lykilmanna liðsins, en margir hverjir voru þeir að spila undir getu fyrir áramót. Má þar nefna menn eins og Valdimar Fannar Þórsson, Sturlu Ásgeirsson og Anton Rúnarsson svo einhverjir séu nefndir. Aðrir, t.d. Ernir Hrafn Arnarson og markvörðurinn Hlynur Morthens, sem báðir léku ágætlega fyrir áramót, hafa haldið sínu striki og því hefur spilamennska Valsmanna farið batnandi með hverjum leiknum.

Ljóst er að síðasta umferð gerði lítið til að draga úr sjálfstrausti Valsmanna. Þar mættu þeir nágrönnum sínum í Fram á heimavelli sínum, Vodafone-höllinni að Hlíðarenda. Sá leikur var aldrei í hættu. Máttlausir Framarar létu öfluga Valsara hreinlega keyra yfir sig og að lokum unnu Valsarar sætan 10 marka sigur, 35-25. Já, það er greinilega gaman þessa dagana á Hlíðarenda.

Fyrri viðureignir liðanna
Liðin tvö hafa mæst tvisvar í deildinni það sem af er tímabili og hafa FH-ingar unnið sigur í bæði skiptin.


Ólafur var atkvæðamestur þegar liðin mættust í Vodafone-höllinni fyrr í vetur

Valur 26-30 FH, N1-deild karla, 13. nóvember 2010
Valsarar höfðu tapað öllum 5 leikjum sínum í deildinni áður en liðin tvö mættust á Hlíðarenda í nóvember síðastliðnum. FH-ingar höfðu að sama skapi verið skotnir rækilega niður á jörðina eftir góða byrjun á mótinu með tveimur töpum í röð, gegn HK á útivelli og Fram á heimavelli. Þar var því spennandi að sjá hvort liðið átti eftir að stíga upp eftir dapurt gengi í leikjunum sem á undan voru. Til allrar hamingju voru það FH-ingar sem það gerðu, en þeir náðu eftir talsvert basl að landa góðum fjögurra marka sigri á Valsliði sem var rúið öllu sjálfstrausti, 30-26. Ólafur Guðmundsson var markahæstur FH-inga með 7 mörk en Ásbjörn Friðriksson kom næstur honum með 5 mörk. Atkvæðamestur í liði Vals var Ernir Hrafn Arnarson með 7 mörk.


Ásbjörn fór á kostum síðast þegar liðin mættust

FH 34-24 Valur, N1-deild karla, 10. febrúar 2011.
Síðasta viðureign liðanna var eftirminnileg, svo ekki sé meira sa

Aðrar fréttir