Upphitun fyrir leik IF Elfsborg og FH

Upphitun fyrir leik IF Elfsborg og FH

Anton Ingi Leifsson skrifar frá Svíþjóð: 

IF Elfsborg er atvinnumannaklúbbur staðsettur í bænum Borås í Svíþjóð. Þeir hafa spilað í efstu deild í Svíþjóð í fjölda ára og verið meðal bestu liða þar lengi.

Klúbburinn varð 110 ára þann 26. júní, en klúbburinn var stofnaður árið 1904. Þeir hafa mikla reynslu af Evrópukeppni, en þeir hafa spilað tíu Meistaradeildarleiki og 104 leiki í Evrópukeppnum það er að segja Evrópudeild og Intertoto-keppinni eins og það hét á sínum tíma. Þeir hafa þó einungis unnið sænsku Allsvenkuna einu sinni og bikarinn einu sinni, sem var einmitt á síðasta tímabili. 

Það segir allt sitt um styrkleika sænska liðsins að liðið komst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð. Liðið var með Salzburg, Esbjerg og Standard Liége í riðli og endaði með fjögur stig úr sex leikjum. Öll fjögur stigin komu gegn Standard Liége; jafntefli á heimavelli og sigur á útivelli. 

Á þessu tímabili hefur gengið verið ágætt hjá Elfsborg, en liðið er í fjórða sæti með 28 stig, níu stigum á eftir toppliði Malmö. Þeir eru þó í harðri baráttu við AIK og Håcken um annað sætið, en AIK er í öðru sæti með 31 stig og Hacken í því þriðja með 28. 

Helstu leikmenn

Eini leikmaðurinn sem hefur spilað alla leikina er Johan Larsson, en hann er 24 ára leikmaður sem spilar í hægri bakverðinum og er samkvæmt öruggum heimildum FH.is einn af betri mönnum liðsins. Hann spilar í hægri bakverði og er eins og vængjahurð upp vænginn, með svokallaðar áætlunarferðir upp kantinn. 

Markahæsti leikmaður liðsins er Marchus Rohdén, en hann hefur skorað fimm mörk í deildinni. Næstir koma þeir Johan Larsson og Lasse Nilsson, en Johann er eins og fyrr segir varnarmaður. Lasse Nilsson spilar þó framar á vellinum, en hann er framherji. 

Þjálfari liðsins er Klas Ingesson, en hann átti farsælan feril þar sem hann spilaði meðal annars fyrir PSV, Bologna, Marseille og fleiri stórlið. Hann spilaði 57 landsleiki, en Elfsborg er þó fyrsta liðið sem hann þjálfar. 

Bikarævintýri

Á síðasta tímabili urðu Elfsborg sænskir meistarar í fyrsta skipti. Þeir unnu fyrstu deildarlið Sirius í undanúrslitum 4-1 og Lasse Nilsson tryggði Elfsborg sinn fyrsta sænska meistaratitil með sigurmarki gegn Helsingborg við mikinn fögnuð í borginni Borås. 

Sænsku bikarameistararnir spila heimaleiki sína á Borås Arena, en gervigras er á vellinum. Allt í allt tekur völlurinn tæplega átján þúsund manns, en mætingin hefur ekki verið uppá ma

Aðrar fréttir