Upphitun: Haukar – FH, FYRSTA ORRUSTA

Upphitun: Haukar – FH, FYRSTA ORRUSTA

Það má segja það að jólin komi snemma í Hafnarfirði í ár. Ástæðan er augljós: viðureign FH og Hauka, sem fer fram laugardaginn næsta að Ásvöllum. Það má segja að þar mætist stálin stinn, enda er um tvö sterk lið að ræða sem eru bæði full af sjálfstrausti eftir góða sigra í fyrstu umferð.

Haukar
Nágrannar vorir, Haukar, sitja í 5. sæti deildarinnar eftir leiki gærdagsins með 2 stig, rétt eins og FH-ingar, sem sitja í sætinu fyrir ofan. Í fyrstu viðureign sinni þetta árið mættu þeir Valsmönnum í Vodafone-höllinni og unnu þar góðan 4ra marka sigur, 30-26. Sigurinn hefði þó getað verið mun stærri, en til að sýna yfirburði Haukamanna (sérstaklega fyrri hálfleik) má minna á það að þeir voru 7 mörkum yfir í hálfleik, 20-13. Slappur kafli í seinni hálfleik olli því þó að þeir misstu muninn niður í fjögur mörk. Þess má þó geta að þetta sama Valslið laut svo í gras gegn Selfossi í gærkvöldi, 32-30.

Lið Hauka er vel samstillt og hefur að geyma góða liðsheild, sem fleytir þeim langt. Liðið hefur spilað saman um dágott skeið og hefur unnið marga stóra titla saman. Fyrir tímabilið urðu þeir fyrir talsverðri blóðtöku. Þrír lykilmenn – Sigurbergur Sveinsson (vinstri skytta), Pétur Pálsson (lína) og Elías Már Halldórsson (hægri skytta) – fóru í atvinnumennsku og fengu Haukarnir einungis einn mann í staðinn. Sá maður er Sveinn Þorgeirsson, vinstri skytta sem kom frá Víkingi. Menn héldu því að Haukarnir gætu átt erfitt uppdráttar í fyrstu, enda talsverðar mannabreytingar í byrjunarliðinu.

En sú reyndist þó ekki vera raunin. Haukarnir virkuðu öflugir í æfingarmótum og sýndu svo mátt sinn og megin gegn Val, þar sem að þeir unnu sannfærandi sigur eins og sagt var frá hér að ofan. Ungir leikmenn, t.d. Stefán Rafn Sigurmannsson og Heimir Óli Heimisson (sem báðir hafa setið á hliðarlínunni um dágott skeið), tóku aukinni ábyrgð fagnandi og voru lykilmenn í sigri sinna manna. Heimir Óli skoraði 7 mörk af línu og Stefán skoraði 4 mörk úr skyttustöðu. Þar að auki héldu aðrir reyndari leikmenn uppteknum hætti, Björgvin Hólmgeirsson skoraði t.a.m. 12 mörk gegn Val. Svo má víst minna á það að Haukarnir eru sennilega með sterkasta markmannateymi deildarinnar og munu þeir eflaust vinna nokkur stig á markvörslunni þetta tímabilið.

En þá að þjálfaramálum. Aron Kristjánsson, sem leiddi Haukana til Íslandsmeistaratitils 3 ár í röð, yfirgaf Ásvelli og hélt út í Þýsku Bundesliguna, þar sem hann stýrir nú liði TSV Hannover-Burgdorf. Í hans stað kom Halldór Ingólfsson, sem lék um langt skeið með Haukunum sem hægri skytta. Gengið var frá ráðningunni fyrir lok síðasta tímabils, en þá var Halldór þjálfari Gróttu frá Seltjarnarnesi. Var ætlunin hjá honum að halda áfram í stöðu þjálfara hjá Gróttu til loka tímabilsins, en það samþykktu Gróttumenn ekki. Var hann því rekinn og Geir Sveinsson ráðinn í hans stað. Lítt glæsilegur endir á hans fyrsta tímabili sem þjálfari, sem hafði sem slíkt ekki gengið sem best heldur. Það er því fróðlegt að sjá hvernig mun ganga hjá Haukunum í vetur undir hans stjórn.

Fyrri leikir liðanna
Síðasti keppnisleikur liðanna fór fram þann 11. mars síðastliðinn í Kaplakrika. Þar unnu FH-ingar sannfærandi 6 marka sigur, 31-25. Annars spiluðu liðin alls fjóra leiki á síðasta tímabili (þrjá þeirra í Kaplakrika) og er sá eftirminnilegasti vafalaust leikur liðanna í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar, en sá leikur var tvíframlengdur áður en Haukarnir náðu loks að knýja fram sigur.

FH
FH-ingar mæta væntanlega í leikinn fullir af sjálfstrausti eftir flottan sigur á Aftureldingu í síðasta leik, 34-25. Þeir mega þó ekki ofmetnast ge

Aðrar fréttir