Upphitun: HK – FH, N1-deild karla

Upphitun: HK – FH, N1-deild karla

Næsta verkefni FH-inga nálgast nú óðfluga. Er um að ræða útileik gegn HK-ingum í Digranesinu, og verður það eflaust hörkuleikur. Liðin tvö eru bæði búin að tryggja sig í úrslitakeppnina en úrslit leiksins geta ráðið því hvaða lið mætast í henni. Það er því ljóst að bæði lið mæta í leikinn til að sigra, enda mikilvægt að mæta með góðan meðbyr inn í úrslitakeppnina.

HK
HK-ingar sitja í 4. sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir óleikin í deildinni, stigi á eftir liði Fram sem situr í 3. sæti deildarinnar. HK-ingar hafa unnið 11 leiki en tapað 9 leikjum.

HK-ingar hafa átt mjög gott tímabil og hafa þrátt fyrir blóðtöku í byrjun tímabils náð góðum árangri í deildinni. Þeir hafa eins og áður sagði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni, og hafa því e.t.v. ekki að miklu að keppa. Þeir geta þó með sigri komist upp fyrir Fram í 3. sæti deildarinnar, og myndu þá mæta FH-ingum í undanúrslitum úrslitakeppninnar.

Helsti lykilmaður liðsins er vafalaust Ólafur Bjarki Ragnarsson, en sá góðkunni leikstjórnandi skorar sjaldan minna en 8 mörk í leik. Þá hefur Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður, verið sjóðheitur upp á síðkastið, en hann skoraði m.a.s. 10 mörk í sigurleik HK á Fram í síðustu viku. Þá eiga HK-ingar mjög sterkan markvörð í Birni Inga Friðþjófssyni, en hann reyndist FH-ingum erfiður ljár í þúfu síðast þegar liðin mættust síðast í Digranesinu.

HK-ingar mættu síðast liði Fram í Safamýrinni. Þar mátti búast við hörkuleik, enda tvö lið í topp fjórum að berjast innbyrðis. Sú varð þó ekki raunin, HK-ingar stjórnuðu leiknum frá byrjun og unnu öruggan sigur, 35-26.

Fyrri viðureignir liðanna
Liðin hafa mæst tvisvar í vetur, einu sinni í Digranesi og einu sinni í Kaplakrika. Í leik liðanna í Digranesi unnu HK-ingar þriggja marka sigur á FH-ingum, 35-32, en í Kaplakrika unnu FH-ingar tveggja marka sigur, 22-20.

FH
FH-ingar tryggðu sér 2. sæti deildarinnar í síðustu umferð með sigri á Haukum í Kaplakrika, 24-23. FH-ingar eru með 28 stig, þremur stigum á eftir toppliði Akureyrar en 5 stigum á undan liði Fram, sem situr í 3. sæti deildarinnar. FH-ingar hafa unnið 13 leiki, gert 2 jafntefli en tapað 5 leikjum.

FH-ingar hafa verið heitasta lið 3. umferðarinnar hingað til, en strákarnir hafa ekki enn tapað leik í umferðinni. Má einkum rekja þetta til frábærrar varnarvinnu hjá strákunum, auk markvörslu og kraftmikils sóknarleiks. FH-ingar hafa verið illviðráðanlegir að undanförnu og verða það eflaust áfram. Það er þó spurning hversu ákveðnir FH-ingar mæta til leiks í ljósi þess að þeir eru búnir að tryggja sig áfram. Undirritaður er þó fullviss um að FH-ingar mæti til leiks ákveðnir sem fyrr, enda mikilvægt að taka góðan meðbyr með sér í úrslitakeppnina.

Við viljum hvetja alla FH-inga til að mæta í Digranesið á morgun kl. 19:30 til að styðja okkar menn. HK-ingar halda vel um þennan leik (nánar á HK.is) og er frítt inn í boði BYR. Þetta er kjörin leið til að hita upp fyrir undanúrslit úr

Aðrar fréttir