Upphitun: HK – FH, N1-deild karla

Upphitun: HK – FH, N1-deild karla

Næsta verkefni FH-inga nálgast nú óðfluga. Er um að ræða útileik gegn HK-ingum í Digranesinu, sem vafalaust verður gríðarlega erfiður – enda hafa HK-ingar hafið tímabilið af krafti og spilað flottan handbolta á köflum. Okkar menn mæta þó vafalaust fullir af sjálfstrausti í leikinn, enda taplausir hingað til.

HK
HK-ingar hafa byrjað tímabilið af ágætis krafti og sitja í 3. sæti deildarinnar eftir 3 leiki með 4 stig, tveimur stigum á eftir toppliðum FH og Akureyrar. Þeir byrjuðu tímabilið reyndar afleitlega, eða með 12 marka tapi gegn Akureyri á heimavelli. En í síðustu tveimur leikjum hafa þeir bætt sig verulega og ætla sér greinilega ekki að vera fallbyssufóður í vetur.

HK-ingar urðu fyrir dálítilli blóðtöku fyrir tímabilið, en markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson (sem hafði reynst þeim gríðarlega drjúgur undanfarin tímabil) skipti yfir í Akureyri og Valdimar Fannar Þórsson, þeirra langmarkahæsti maður í fyrra, gekk til liðs við Val. Á móti fengu þeir hins vegar gamalkunnan leikmann í Krikanum, Daníel Berg Grétarsson, en hann kom frá Fram. Mestur var þó fengurinn í leikstjórnandanum Ólafi Bjarka Ragnarssyni, en hann sneri aftur úr atvinnumennsku fyrir tímabilið. Sá kunni kappi hefur hafið tímabilið af kappi og skoraði m.a.s. 9 mörk í síðasta leik þeirra HK-inga, sem var gegn Akureyri í bikarnum.

Sá leikur er einmitt okkar næsta umræðuefni.

Eftir hrakfarir HK-inga í fyrsta leik deildarinnar, þar sem þeir töpuðu með 12 á móti Akureyri, getur undirritaður varla ímyndað sér að þeir hafi verið kátir með dráttinn í Eimskipabikarnum sem fór fram einungis nokkrum dögum seinna. Þar drógust þeir einmitt gegn Akureyringum, á ný í Digranesi. Í fyrri leiknum höfðu Akureyringar allsvakalega yfirburði gegn HK-ingum, sem virkuðu bæði þungir og illa fyrirkallaðir. Í seinni leiknum voru þeir þó mun betri og leiddu leikinn á tímabulu, en urðu þó á endanum að lúta í gólf. Lokatölur 28-29, Akureyringum í vil.

Seinasti leikur HK-inga í deildinni var gegn Val, sem fékk í kvöld allrækilega flengingu í Safamýrinni. HK-ingar áttu ekki í vandræðum með þann leik, unnu sanngjarnan 28-33 sigur á Valsliði sem hefur verið vægast sagt slappt í byrjun tímabils. Það verður þó ekki tekið af HK-ingum að þeir léku mjög vel, varnarleikur liðsins var sterkur og sóknarleikurinn agaður.

Fyrri leikir liðanna
Í fyrra léku liðin tvo leiki í Digranesinu – í fyrstu umferð mótsins og í þeirri seinustu. Fyrri leikurinn endaði með 28-28 jafntefli, en FH-ingar höfðu leitt allan leikinn og voru nálægt því að klára leikinn. En allt kom fyrir ekki, HK-ingar jöfnuðu metin einungis örfáum sekúndum fyrir leikslok. Seinni leikurinn var þó aldrei í vafa, FH-ingar unnu leikinn með 3 mörkum en munurinn hefði getað verið meiri.

FH
FH-ingar sitja í efsta sæti deildarinnar á markatölu með 6 stig, jafnir Akureyringum að stigum. Hafa þeir unnið fyrstu þrjá leiki sína ansi hreint sannfærandi, tveir leikjanna unnust með níu marka mun og sá þriðji með 6 – og þó gat sá sigur verið mun stærri. Varnarleikur liðsins hefur verið frábær, markvarslan sömuleiðis og sóknarleikurinn frjór en jafnframt agaður. Það skal þó að sjálfsögðu benda á það að mótið er langt frá því að vera búið og þrjár flottar frammistöður vinna enga titla. Strákarnir verða því að gefa allt sitt í alla leiki ætli þeir sér að vinna titil í vetur.

Síðasti leikur FH-liðsins var bikarleikur gegn Völsungi, sem var að leika sinn fyrsta keppnisleik í heil 10 ár! Þar vannst öruggur sigur, 23-46, fyrir framan troðfulla íþróttahöll á Húsavík. Greinilegt að FH-liðið trekkir að sér hvar sem það kemur!

Síðasti leikur FH-inga í deildinni var hins vegar heimaleikur gegn nýliðum Selfoss. Sá leikur virkaði keimlíkur leiknum gegn Aftureldingu, allavega í byrjun, en Selfyssingar virtust ætla að standa í hárinu á okkar mönnum. FH-in

Aðrar fréttir