Upphitun: Valur – FH, N1-deild karla

Upphitun: Valur – FH, N1-deild karla

Á morgun halda FH-ingar í Vodafone-höllina á Hlíðarenda þar sem þeir mæta botnliði deildarinnar, Val, í lokaleik 6. umferðar Íslandsmótsins í handknattleik. Skiptir sá leikur gríðarlega miklu máli fyrir bæði lið – Valsarar eru enn að bíða eftir sínu fyrsta stigi og FH-ingar vilja komast aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð. Það verður því eflaust hart barist, eins og áður er þessi lið hafa mæst.

Valur
Lið Valsara situr í botnsæti deildarinnar eins og áður sagði, stigalaust eftir fimm tapleiki. Kemur slakt gengi þeirra vissulega á óvart, enda er hér um að ræða eitt af betri liðum landsins undanfarin ár, en þeir léku einmitt til úrslita í bæði deild og bikar á síðasta tímabili. Má þó ekki gleyma því að miklar breytingar hafa orðið á liðinu á milli ára og hefur það eflaust haft sín áhrif á liðið.

Í lok síðasta tímabils breyttist margt á Hlíðarenda. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari liðsins til margra ára, sagði upp störfum og Júlíus Jónasson, fyrrum þjálfari ÍR og núverandi landsliðsþjálfari kvenna, tók við starfinu. Lykilmenn á borð við Fannar Þór Friðgeirsson, Arnór Þór Gunnarsson, Ingvar Árnason og Elvar Friðriksson yfirgáfu félagið fyrir lið erlendis, en í staðinn komu menn eins og Valdimar Fannar Þórsson frá HK og Finnur Ingi Stefánsson frá Gróttu. Þar að auki hefur Ernir Hrafn Arnarson snúið aftur eftir meiðsli. Það er þó skarð fyrir skildi að Hlynur Morthens, öflug markverja þeirra Valsmanna, er meiddur og verður frá keppni fram yfir áramót.

FH-ingar mega þó ekki láta slæma byrjun Valsmanna blekkja sig. Síðasti leikur þeirra, gegn Akureyri, var mun jafnari en lokatölur gáfu til kynna (23-17, Akureyri í vil) en Valsmenn voru lengst af vel inni í leiknum. Feikisterkir Norðanmenn náðu þó að stinga af í lokin og unnu góðan sigur. Augljós batamerki voru á Valsliðinu og býst undirritaður við þeim sterkum gegn FH-ingum, enda orðnir langþreyttir á stigaleysinu. Það er því mikilvægt fyrir FH-inga að mæta sterkir til leiks!

Fyrri viðureignir liðanna
FH og Valur mættust þrisvar á síðasta tímabili, tvisvar í Kaplakrika en einu sinni að Hlíðarenda. Unnu FH-ingar tvær viðureignir en Valsmenn eina.

Leikurinn að Hlíðarenda var gríðarlega jafn en FH-ingar höfðu lengst af frumkvæðið. Hart var barist, en FH-ingar unnu að lokum góðan 23-20 sigur. Pálmar Pétursson fór fyrir FH-ingum í leiknum, en hann varði alls 21 skot. Markahæstur okkar manna var Bjarni Fritzson með 6 mörk, en markahæstur í herbúðum Valsmanna var Arnór Þór Gunnarsson með 5 mörk.

Síðast mættust liðin þó í Hafnarfjarðarmótinu, en þar unnu FH-ingar 12 marka sigur í gríðarlega ójöfnum leik. Ólíklegt verður að teljast að það verði leikið eftir á ný, enda hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá.

FH
FH-ingar sitja eins og sakir standa í 4. sæti deildarinnar eftir tvo tapleiki í röð, en áður höfðu þeir unnið þrjá leiki í röð. Verða tapleikirnir tveir að skrifast á slakan varnarleik og einbeitingarleysi á köflum, liðið hefur skorað nóg af mörkum en hefur ekki getað lokað rammanum á móti. Slíkt veit aldrei á gott, enda vinnast handboltaleikir á góðri vörn og öguðum sóknarleik í kjölfarið. Augljóst er að varnarleikurinn verður að batna ætli strákarnir sér að vinna sigur á Valsmönnum á morgun.

FH-ingar voru slakir í síðasta leik, gegn Fram í Krikanum, en þó má ekki gleyma því að lið Fram er sterkt og vantaði þar að auki menn á borð við Loga Geirsson í FH-liðið, en hann hafði meiðst í leik landsliðsins gegn Lettum nokkrum dögum áður. Þó er ekki hægt að skrifa tap leiksins á fjarveru hans eina saman, enda var varnarleikurinn langt frá því að vera nógu góður og var án vafa stærsti þátturinn í tapi liðsins. Liðið skoraði 32 mörk en fékk hins vegar á sig 38 mörk, sem er allt of mikið. Strákarnir verða

Aðrar fréttir