Uppskeruhátíð FRÍ fór fram á laugardagskvöld

Uppskeruhátíð FRÍ fór fram á laugardagskvöld

Hátíðin tóks vel og veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu og frjálsíþróttafólk ársins var valið, en það voru þau Jón Arnar Magnússon Breiðabliki, sem var valinn frjálsíþróttakarl og Þórey Edda Elísdóttir FH var valin frjálsíþróttakona ársins.

Jón Arnar var svo valinn frjálsíþróttamaður ársins hjá FRÍ.

Aðrir sem fengu viðurkennigar á hátíðinni voru:

Besta afrek 20 ára og yngri:

Björgvin Víkingsson FH. Björgvin hljóp 400m grindahlaup á 52.38 sek. Sá árangur gefur 1032 stig skv. stigatöflu IAAF.

Jónsbikarinn. Veittur fyrir besta afrek í spretthlaupum (100/200):

Silja Úlfarsdóttir FH. Silja hjóp 200m hlaup á 24.19 sek. Sá árangur gefur 1052 stig skv. stigatöflu IAAF.

Þjálfarar ársins:

Ragnheiður Ólafsdóttir FH og Eggert Bogason FH.

Aðrar fréttir