Uppskeruhátíð Frjálsíþrótta-sambands Íslands

Uppskeruhátíð Frjálsíþrótta-sambands Íslands

Laugardaginn 12. janúar 2002 verður hin langþráða uppskeruhátíð Frjálsíþrótta-sambands Íslands haldin með pomp og prakt í Valsheimilinu.

Það er löngu kominn tími á að frjálsíþróttafólk, nútímans og fyrri ára, hittist og eigi saman kvöldstund og nú er komið að því.

Húsið opnar kl. 19:30 en borðhald hefst stundvíslega kl. 20:00. Að lokinni skemmtidagskrá kvöldsins og happdrætti verður stiginn dans fram eftir nóttu.

Þar sem frjálsíþróttafólk er þekkt fyrir góðan anda og samvinnu þá leggjum við í skemmtinefndinni til að hvert félag leggi sitt af mörkum til skemmtidagskrárinnar. Við munum svo leggja okkar af mörkum til að þetta kvöld verði vel heppnað og lengi í minnum haft.

Stjórn Frjálsíþróttasambandsins mun standa fyrir verðlaunaafhendingu fyrir íþróttakarl og íþróttakonu ársins auk þess sem viðurkenningar verða veittar fyrir árangur í unglinga- flokkum, framfarir ofl.

Reynt hefur verið að stilla miðaverðið í hóf og er það 3.200 kr. Þar sem Bar er á staðnum er aldurstakmark 16 ár.

Við munum vera í sambandi við ykkur aftur fljótlega.

Með von um góðar undirtektir

Ármann Eydal og Fríða Rún

Aðrar fréttir