Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands

Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands

Ágætu FH-ingar

Nú er komið að því að þið staðfestið komu ykkar á Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands laugardaginn 12. janúar nk. í Valsheimilinu kl. 19:30.

Miðaverð er kr. 2.900- (matur og gos innifalið). Ekki er hægt að taka við greiðslukortum.

Miðar verða seldir á skrifstofu FRÍ fram til kl. 15:30 fimmtudaginn 10. janúar nk.

Þeir sem ekki hafa tök á því að koma á þessum tíma eða eru staðsettir úti á landi er bent á að hægt er að leggja greiðslu fyrir miða inn á eftirfarandi reikningnúmer: 0139-26-105601 (kt. 560169-6719). Nauðsynlegt er að nafn og kennitala fylgi með þegar lagt er inn á reikninginn. Miðarnir verða síðan afhentir við innganginn.

Af gefnu tilefni viljum við taka fram að makar eru velkomnir.

Ef einhverjir vilja leggja okkur lið við skemmtidagskránna þá er það vel þegið, hafið þá samband Fríðu Rún í síma 898-8798 eða frida@landspitali.is

Dagskráin í grófum dráttum:

19:30 Húsið opnar

20:00 Borðhald

Verðlaunaafhendingar, ma.

-Frjálsíþróttakona ársins

-Frjálsíþróttakarl ársins

-Frjálsíþróttamaður ársins

-Unglingur ársins undir 20 ára

-Framfaraverðlaun

-Spretthlauparaverðlaun (Jónsbikar)

-Þjálfari ársins

-Öldungur ársins

-Myndasýning

-Happdrætti

– 03:00 Ball

Nánari upplýsingar í síma 898-8798.

Aðrar fréttir