Uppskeruhátið Frjálsíþróttasambands Íslands .

Uppskeruhátið Frjálsíþróttasambands Íslands .

Reykjavík 29. ágúst 2002

Kæru félagar

Þar sem keppnistímabil frjálsíþróttafólks fer senn að taka enda þetta haustið og fólk að fara í hvíld er kominn tími til að sletta saman úr klaufunum.

Laugardaginn 21. september 2002 verður uppskeruhátið Frjálsíþróttasambands Íslands fyrir árið 2002 haldin í Valsheimilinu að Hlíðarenda.

Húsið opnar kl. 19:30 og er gengið inn í þann enda hússins sem snýr að kapellunni. Borðhald hefst kl. 20:00 en að því loknu fer fram verðlaunaafhending, happadrætti og stutt skemmtidagskrá en eftir það verður stiginn dans fram til klukkan 03.

Á síðustu uppskeruhátíð lögðu nokkrir íþróttamenn og félög fram sinn skerf til að skemmta okkurhinum við mjög góðar undirtektir. Undirritaða langar að byðja alla þá sem áhuga hafa á að troða upp með atriði hvort heldur myndbönd eða annað að senda mér línu á fri@fri.is merkt “Til Fríðu” eða í síma 898-8798.

Stjórn FRÍ mun krýna frjálsíþróttamann ársins 2002, frjálsíþróttakarl og frjálsíþróttakonu ársins og Jónsbikarinn verður afhentur besta spretthlauparanum. Auk þessa verða veittar viðurkenningar fyrir árangur í unglingaflokkum 20 ára og yngir, öldungaflokkum, mestu framfarir á árinu 2002 og óvæntasta afrekið.

Miðaverð er 2.500 kr og er gos með mat innifalið í verðinu. Hægt er að panta miða með tölvupósti fri@fri.is og leggja greiðsluna inn á reikning 139-26-105601, kt. 560169-6719 merkt með nafni og kennitölu og miðinn mun liggja frammi við innganginn þann 21. september. Einnig verður hægt að kaupa miða á skrifstofu FRÍ vikuna á undan frá kl. 09:00 til 15:00. Athugið að þar er aðeins hægt að greiða með peningum.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest og ekki sakar að taka makann sem búinn er að þola súrt og sætt með ykkur á vellinum í vor og sumar með á gleðina.

Fyrir hönd FRÍ

Fríða Rún Þórðardóttir

Aðrar fréttir