Úrslit Íslandsmótsins: FH-ÍBV, þriðjudag kl. 19:30

Á morgun, þriðjudag, kl. 19:30 mætast FH og ÍBV öðru sinni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta árið 2018. Eftir tap í Eyjum á laugardaginn er gríðarlega mikilvægt að ná sigri og jafna þannig metin. Strákarnir okkar eru staðráðnir í að gera sitt allra besta og ælta sér sigur. Ljóst er að stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum og því biðlum við til allra FH-inga að mæta í Krikann og styðja strákana!

ÁFRAM FH!

Aðrar fréttir