Úrslitahelgin: Halldór Jóhann hvetur FH-inga til að mæta í Höllina!

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari meistaraflokks karla, hvetur FH-inga til að mæta í Höllina á föstudaginn þegar FH leikur gegn ÍR í undanúrslitum Coca Cola bikars karla. Gefum Halldóri orðið:

“Kæru FH ingar, ég er á mínu fimmta tímabili sem þjálfari FH og jafnframt því síðasta.  Ég hef notið þess að starfa í þessu frábæra félagi frá fyrsta degi og mun njóta þess til hins síðasta.  Mér var vel tekið þegar ég kom og í dag á ég marga af mínum bestu vinum í FH, fyrir það verð ég ævinlega þakklátur.

Við FH-ingar erum komnir í “Final Four” – Úrslitahelgina í Höllinni og það er ekki sjálfgefið.  Strákarnir, starfsfólk liðsins og stjórn hafa unnið hörðum höndum í allan vetur og núna ætlum við að uppskera með ykkar frábæra stuðningi.  Stuðningsmenn FH eru alltaf frábærir í stóru leikjunum og við búumst við því að Höllin verði hvit og svört á föstudaginn.

Láttu FH hjartað ráða og mættu í Höllina.  Þú getur haft áhrif!!!

Ykkar einlægur og Áfram FH!!!”

Halldór Jóhann Sigfússon

Aðrar fréttir