Úrslitaleikir framundan í yngri flokkunum

Úrslitaleikir framundan í yngri flokkunum

Nú er lokahnykkur fótboltatímabilsins framundan hjá yngri flokkum FH og margir mikilvægir leikir á döfinni enda frammistaðan glæsileg í sumar.

Á morgun (fimmtudag) leikur 2. flokkur kvenna síðasta leik sinn á Íslandsmótinu, á útivelli gegn Keflavík, og geta stelpurnar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri. Um helgina leika svo A-lið 4. flokks karla og A-lið 4. flokks kvenna í úrslitakeppni og fara nokkrir athyglisverðir leikir fram í Krikanum. 5. flokkur karla leikur í undanúrslitum Íslandsmóts hjá A-liðum á laugardag og þann sama dag fara einnig fram úrslitaleikir hjá 5. flokki kvenna þar sem FH keppir bæði í A-liðum og B-liðum.

Það er því ljóst að yngri flokkarnir eru að standa sig með mikilli prýði og eru FH-ingar hvattir til að mæta á völlinn og berja æskuna augum.

Hér má sjá leiki helgarinnar:

Fimmtudagur:

2. flokkur kvenna Keflavík – FH 18:00 á Keflavíkurvelli

Föstudagur:

4. flokkur karla (úrslitakeppni) HK – FH 15:15 í Fagrilundi  

4. flokkur kvenna (úrslitakeppni) Breiðablik – FH 16:30 á Versalavelli

Laugardagur:

5. flokkur kvenna A-lið (úrslitaleikur) FH – Breiðablik 11:00 í Kaplakrika  

5. flokkur kvenna B-lið  (úrslitaleikur) FH – Valur 12:00 í Kaplakrika

4. flokkur karla (úrslitakeppni) FH – Völsungur 14:00 í Kaplakrika

4. flokkur kvenna (úrslitakeppni) Víkingur R. – FH 14:00 á Víkingsvelli

5. flokkur karla A-lið (undanúrslit) FH – Breiðablik 2 18:00 á Smárahvammsvelli

5. flokkur kvenna A-lið (úrslitaleikur) FH – Breiðablik 11:00 í Kaplakrika

 5. flokkur kvenna B-lið  (úrslitaleikur) FH – Valur 12:00 í Kaplakrika

Sunnudagur:

4. flokkur karla (úrslitakeppni) ÍBV – FH 12:00 í Kaplakrika

4. flokkur kvenna (úrslitakeppni) FH – Haukar 14:00 í Kaplakrika      

Aðrar fréttir