Úrslitaleikur VISA bikarsins FH – KR

Úrslitaleikur VISA bikarsins FH – KR

STUÐNINGSMENN SAMEINIST KL. 15 í KAPLAKRIKA
FH leikur í úrslitum VISA bikarsins gegn KR á Laugardalsvelli næsta laugardag, 14. ágúst og hefst leikurinn klukkan 18.00.
Fyrir leikinn verður mikið um dýrðir í Kaplakrika. Öllum stuðningsmönnum
FH gefst kostur á að gera sér glaðan dag og hita upp fyrir stórleikinn.
Fjölskyldufólk getur komið saman á Fjölskylduhátíð sem haldin verður á
Kaplakrikasvæðinu en einnig gefst stuðningsmönnum færi á því að koma
saman inni í íþróttahúsinu í Kaplakrika þar sem verður dagskrá fyrir
fullorðna fólkið, ef svo má að orði komast.
Fjölskylduhátíðin er stútfull af skemmtilegum atriðum frá klukkan 15.00 og þar til rúturnar ferja fólkið á völlinn kl. 16.45.

Kl. 15.00 Stjörnulið Loga Geirssonar tekur á móti þjálfarateymi yngri flokka FH í knattspyrnu
Kl. 15.15 Knattþrautir Krissa Coervers hefjast og verða í gangi fram að brottför
Kl. 15.30 Gamalkunnir FH-ingar fíra upp í grillinu. Sérstakt bikartilboð verður á pylsum, svala og FH-bolum
Kl. 15.45 Sverrir Garðarsson afhendir hvatningarskjöl til ungra leikmanna FH sem eru undirrituð af leikmönnum meistaraflokks FH
Kl. 16.00 Friðrik Dór tekur nokkur vel valin lög
Kl. 16.15 Strákarnir í Pollapönk taka lög á borð við Vælubílinn og Ómar Ragnarsson
Kl. 16.30 Pollapönk umbreytist í Hafnarfjarðarmafíuna og tekur FH lögin sem allir þekkja
Kl. 16.45 Fríar rútuferðir á völlinn (og til baka eftir leik).

Andlitsmálun verður í boði frá klukkan 15.00 og þar til rúturnar fara og
þá kíkir Sproti í heimsókn með hoppkastalann sinn. FH varningur verður
til sölu á svæðinu og verða sérstakir FH-bikar-bolir seldir á toppprís
og mælum við með því að fólk fjárfesti í einum slíkum svo að stúkan
verði alhvít.

Það er ekki á hverjum degi sem við höfum kost á að upplifa svona stóran
FH-dag. Við skulum því mæta með góða skapið í Krikann á laugardaginn kl.
15 og taka alla vini, vinkonur, frænkur, frændur, mömmur, pabba, afa og
ömmur með okkur.

ÁFRAM FH

Aðrar fréttir