Úrvalsdeildin blasir við…

Úrvalsdeildin blasir við…

The image “http://www.xtreme.is/net/images/1181139163/1183039227_fh_1.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.            The image “http://www.fotbolti.net/landsbankadeild/images/vikingur.gif” cannot be displayed, because it contains errors.

   FH                         –                        Víkingur

Íþróttahúsið Strandgötu, föstudagurinn 14. mars 2008 kl 19:15

Mfl FH í handknattleik getur náð markmiðum sínum fyrir leiktíðina annað
kvöld. Þá mætum við Víkingi á öðrum heimavelli okkar Strandgötu. Með
sigri getum við tryggt okkur upp í úrvalsdeild næsta vetur. Leikurinn
hefst kl 19:15 en stemmningin byrjar strax kl 18:30 þar sem veitingar
verða í boði og tækifæri til að spjalla við þjálfara liðsins.
Stuðningsmenn eru því hvattir til að mæta snemma!

Víkingar eru með mjög gott lið og hafa heilt yfir verið góðir en misstigið sig inn á milli. Þeir eru nú í harðri baráttu við ÍRinga um 2. sætið og eins og formið hefur verið á þeim virðast þeir vera góðir kandídatar upp í úrvalsdeild. Þeir hafa í síðustu leikjum unnið ÍRinga, Gróttu, Hauka 2 og Þrótt, töpuðu reyndar nýlega fyrir Selfossi en þar áður höfðu þeir sigur gegn okkur í fyrsta og eina tapleik okkar í vetur til þessa. Við FHingar höfum svo verið á gífurlegri siglingu, unnið síðustu 5 leiki og marga mjög mikilvæga. Leikurinn annað kvöld hlýtur samt að vera sá mikilvægasti í vetur.

Síðasti leikur við Víkinga
Eins og áður sagði töpuðum við okkar eina leik í vetur í víkinni gegn Víking í síðasta leik við þá 25. janúar. Við byrjuðum þann leik ágætlega, sóknin var fín framan af og vörnin nokkuð góð með ágætri markvörslu. Við leiddum leikinn í byrjun en það fór þó að síga á leik okkur þegar leið á. Leikurinn varð jafnari og staðan í leikhléi var 16-17 okkur í vil. Við héldum undirtökunum í byrjun seinni hálfleiks en menn voru samt sem áður ekki á fullu í því sem þeir voru að gera og Víkingar gengu á lagið. Leikurinn var í járnum allan seinni hálfleik og á síðustu mínútum tóku Víkingsmenn yfirhöndina og skoruðu síðan sigurmarkið 10 sekúndum fyrir leikslok.

Undirbúningur
Við unnum ÍRinga í hörkuleik á þriðjudaginn var og sýndum þar einskæran vilja og baráttu. Hugarfarið í liðinu er búið að vera til fyrirmyndar og í raun er það þannig þegar maður horfir á leik liðsins að maður er sannfærður um að liðið sigri. Það ætti ekki að breytast fyrir annað kvöld og með þessum sigurvilja og metnaði er ekki spurning að við tökum Víkinga annað kvöld og úrvalsdeildarsætið um leið.

Ástand
Ástand liðsins er með besta móti. Engin meiðsli og hver einasti maður tilbúinn í að spila þennan mikilvæga leik á morgun.

Hópurinn

Markmenn
Hilmar Þór Guðmundsson
Daníel Andrésson

Aðrir leikmenn
Valur Arnarson
Guðmundur Pedersen
Árni Stefán Guðjónsson
Ólafur Guðmundsson
Ólafur Gústafsson
Aron Pálmarsson
Arnar Freyr Theodórsson
Guðni Már Kristinsson
Ari Magnús Þo

Aðrar fréttir