Valgarður Valgarðsson

Valgarður Valgarðsson

Nafn:
Valgarður Valgarðsson

Fæðingarstaður:
Akranes

Fæðingar ár:
1. febrúar 1960

Hvernær byrjaðir þú að halda með FH?
1971 þegar í flutti í Fjörðinn 11 ára gutti.

Útaf hverju FH?
Bekkjarfélagar mínir voru allir í FH þannig að það kom ekkert annað til greina en Fimleikafélagið. Er æskuvinum mínum ævinlega þakklátur síðan.

Titlar og viðurkenningar (sem þú mannst eftir)?
Íslands – og bikarmeistara í 3 og 2 flokki í handbolta og síðan Íslandsmeistari með mfl. 1984 og 1985

Hefur þú leikið með FH, þá hvað, hvenær, með hverjum og í hverju?
Ég var í fótbolta og handbolta í gegnum yngri flokkana og síðan tók handboltinn alfarið við upp í meistarflokk. Spilaði með mörgum frábærum íþróttamönnum og góðum félögum sem væri of langt mál að fara telja upp hér.

Áhugamál utan boltans?
Golfið er mjög ofarlega á blaði

Hverjir eru helstu kostir FH?
Framsækið, lifandi og flott félag með góðu fólki

Hverjir eru helstu gallar FH?
Man ekki eftir neinum í augnablikinu, enda frekar gleyminn

Eftirlætislið í enska boltanum?
Chelsea

Eftirlætisíþróttamaður?
Hjörtur Logi hefur vinninginn á Tigerinn

Mesta gleðistund með Fimleikafélaginu?
Alltaf þegar ég hef orðið meistari með félaginu, bæði sem þátttandi og áhorfandi

Mesta sorg í boltanum?
1989 leikurinn frægi gegn Fylki í fótboltanum og svo var líka frekar fúlt að falla í handboltanum í fyrra

Hver er efnilegasti FHingurinn að þínum mati?
Margir skrambi góðir

Án hvers gætirðu ekki verið?
Fjölskyldan er það fyrsta sem kemur upp í hugann

Hver er pínlegasta staða sem þú hefur lent?
Úbbs. Það er nú svo skrýtið að ég man ekki eftir neinu nógu pínlegu til að það sé sniðugt að segja frá því. Stór undarlegt !!!

Eftirminnilegasta atvik úr boltanum?
Það er af mörgu að taka. Trúlega stendur þó upp úr fyrsti evrópuleikurinn minn með meistaraflokknum í handbolta í Strandgötunni 1977. Spiluðum á móti Kiffen frá Finnlandi skoraði 1 mark af línunni eftir sendingu frá Geira Hall, gamla átrúnaðargoðinu

Skilaboð til FHinga:
Áfram FH í blíðu og stríðu.

Aðrar fréttir