Valur – FH á sunnudag

Valur – FH á sunnudag

Þriðja umferð Pepsi-deildarinnar er á sunnudag. Þá förum við FH-ingar í heimsókn á Hlíðarenda þar sem við mætum Valsmönnum. Þar stýrir skútunni fyrrum þjálfari okkar FH-inga Ólafur Jóhannesson, en hann tók við Val fyrir tímabilið. FH er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína á meðan Valsmann gerðu jafntefli við Víking í síðasta leik og töpuðu gegn Leikni í fyrsta leik. Það er því ljóst að baráttan verður hörð um að fara með þrjú stig af Hlíðarenda á sunnudag. Við hetjum FH-inga til að fjölmenna og láta vel í sér heyra!

Áfram FH

 

MótherjiValur  

HvenærSunnudaginn 14. maí – 19.15   

HvarVodafonevöllurinn

Síðustu 6 leikir liðanna:

15.07.12 Valur – FH 3-1
29.09.12 FH – Valur 2-1
30.06.13 Valur – FH 1-1
16.09.13 FH – Valur 3-3
27.06.14 FH – Valur 2-1
28.09.14 Valur – FH 1-4

Aðrar fréttir