Valur-FH, gengi liðanna í Bikar

Valur-FH, gengi liðanna í Bikar


Gengi liðanna í Bikarnum

Það verður ekki
sagt að leið liðanna í undanúrslitum hafi verið auðveld, amk hafa þau fengið
afar erfiða andstæðinga í leikjum sínum miðað við önnur lið sem enn eru inni í
Bikarnum.

Valur dróst gegn
HK strax í 32 liða úrslitum og marði Kópavogsmenn 27-26 á sínum heimavelli þann
6. október sl.

FH átti aðeins
auðveldari andstæðing en liðið snýtti Víkingum 2 22-45 þegar leikið var í
fossvoginum.

Valur fékk síðan
auðveldan andstæðing í 16 liða úrslitum þar sem liðið mætti Stjörnunni 3, en
gamalkunnir handboltakappar mættu þar aftur á fjalirnar í Garðabænum. Valur
sigraði 20-33 en leikið var 10. nóvember sl.

FH fékk heldur
erfiðari andstæðing þegar Akureyri heimsótti Fjörðinn en á þeim tíma voru þessi
lið jöfn og efst í deildinni. Um var að ræða hörkuleik þar sem Akureyri hafði
undirtökin í fyrri hálfleik en FH seig síðan framúr jafnt og þétt í seinni
hálfleik og hafði stóran sigur 37-31.

Sannkallaðir
erkifjendaslagir áttu sér stað í 8 liða úrslitum. Valur mætti Fram í
Safamýrinni og Haukar mættu í Krikann. Valur kjöldróg Frammara 21-30 og FH
hafði sætan sigur á nágrönnum sínum í Haukum 29-28 þar sem liðið leiddi allan
tíma og var sigurinn í raun meira sannfærandi en lokatölur gefa til kynna.

Dregið var í
undanúrslitin milli jóla og nýárs þegar Deildarbikarinn var í gangi og kom á
daginn að tvö 1. deildarlið voru í pottinum. Það kom á daginn að þau drógust
saman en FH og Valur, sem eru í toppbaráttu í N1 deildinni drógust saman í
hinum leiknum.

Valsliðið

Valsliðið hefur á
mjög sterku liði að skipa. Helstu hetjur þess í vetur hafa verið þeir Arnór
Gunnarsson, Baldvin Þorsteinsson og Elvar Friðriksson. Þeir eiga svo nóg af
sterkum leikmönnum eins og Sigfús Sigfússon, Sigurð Eggertsson og auðvitað
Sigfús Sigurðsson sem á að vera kominn aftur eftir meiðsli Fannar Friðgeirsson
er svo aftur gengin til liðs við Val frá Stjörnunni. Þeir eru svo með
þungaviktarmenn í þjálfarateyminu þá Óskar Bjarna silfurþjálfara og Heimi
Ríkharðsson. Ljóst er að FHliðið þarf að eiga toppleik á sunnudag og vera tilbúnir í blóð svita og tár. Bikarinn er handan við hornið…


Fylgist með á morgun en von er á hugleiðingum nokkurra þekktra handboltakappa um leikinn, þar á meðal leikmanna sem spilað hafa fyrir bæði lið á sínum ferli. …hvergi annarsstaðar en hér á fh.is, staðnum sem FHingar kalla “hei

Aðrar fréttir