Vangaveltur formanns

Ágætu FH-ingar,

Í framhaldi af opnu bréfi undirritaðs til allra bæjarfulltrúa í Hafnarfirði þann 7. september s.l. hefur margt verið rætt og ritað. Undirritaður hefur einfaldlega verið að reyna að koma á framfæri þeirri skoðun sinni að íþróttamannvirki í Hafnarfirði sem annars staðar á landinu séu byggð á hagkvæman hátt og allur tilkostnaður skoðaður til að ná því markmiði að aðstöðuuppbyggingin sé í samræmi við þarfir. Þarfagreining íþróttafulltrúans í Hafnarfirði varðandi fótboltann í Hafnarfirði sem gerð var 2017 sýnir ákveðna þörf á aukinni aðstöðu bæði á Ásvöllum og Kaplakrika. Þarfagreiningu þessa ættu áhugasamir og þeir sem koma að ákvarðanartöku um íþróttamannvirkjagerð í Hafnarfirði að lesa.

Neðangreint fékk undirritaður sent frá forystumanni í stóru íþróttafélagi í Reykjavík:

„Einn punktur sem mér finnst vera hvað áhugaverðastur er að Skessan er knatthús 12 mánuði á ári af því að þar er náttúrleg birta. Nokkur ríkustu knattspyrnufélög heims hafa byggt sér inniæfingaaðstöðu fyrir knattspyrnu. Þau hafa ekki byggt knatthús klædd með dúk af fjárhagsástæðum, heldur af því að það er betra að spila knattspyrnu í þeim húsum. Hér að neðan eru nokkrar myndir sem ég fann af dúkklæddum knatthúsum.“

Leicester

Fulham

Dundee

Celtic

Aðrar fréttir