Varnarmennirnir kláruðu Valsmenn í Síberíukulda

Varnarmennirnir kláruðu Valsmenn í Síberíukulda

Lið FH:
Daði Lárusson
Guðmundur Sævarsson
Ármann Smári Björnsson
Tommy Nielsen
Freyr Bjarnason
Davíð Þór Viðarsson
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (Baldur Bett 80.)
Ólafur Páll Snorrason (Atli Viðar Björnsson 60.)
Tryggvi Guðmundsson
Allan Dyring (Matthías Vilhjálmsson 72.)

FH-ingar byrjuðu frísklega í ísköldum norðannæðingi. FH-mafían lét þó kuldann ekkert á sig fá og hélt uppi stuðinu á pöllunum allan leikinn.

Freyr Bjarna fagnar markinu.

Fyrri hálfleikur einkenndist af mikilli baráttu en liðunum gekk erfiðlega að byggja upp spil. Ármann Smári Björnsson braut ísinn fyrir FH á 32. mínútu þegar skoraði með bylmingsskalla eftir aukaspyrnu Tryggva Guðmundssonar.

Í hálfleik var örtröð við kaffisöluna. FH-ingar hafa eflaust sötrað Melroses te í hálfleik því þeir hertu enn tök sín á leiknum.

Freyr Bjarnason
innsiglaði svo sigurinn á 79. mínútu með því að teygja stórutána í boltann og stýra boltanum framhjá Kjartani Sturlusyni markmanni Valsmanna og enn átti Tryggvi sendinguna.

Það sem eftir lifði leiks var mikill barningur. Valsmenn voru greinilega pirraðir á að komast ekkert áleiðis en FH-ingar voru þéttir fyrir og gífurlega einbeittir og fögnuðu mikilvægum sigri í leikslok.

FH-liðið virkaði mjög heilsteypt í þessum leik og það er frábært að vera með fullt hús stiga eftir tvo erfiða útileiki. Veðrið og völlurinn bauð ekki upp á frábæran fótbolta en strákarnir virðast vera með það á hreinu að ekkert hefst af sjálfu sér og þeir einfaldlega voru ákveðnari en Valsmenn í kvöld.

Daði átti sem fyrr góðan leik. Vörnin var traust með Tommy

Dyring í baráttunni!

Nielsen sem besta mann. Miðjumennirnir unnu slaginn um miðjuna þó svo að of margar sendingar hafi farið forgörðum en kannski er vindinum þar um að kenna. Framherjarnir voru mjög duglegir, Allan Dyring fór verulega í skapið á Valsmönnum enda elti hann alla lausa bolta og lét þá aldrei í friði.

Tryggvi er núna búin að skora tvö mörk og leggja hin þrjú upp í fyrstu tveimur umferðunum og það er gaman að sjá hvað hann er ákveðinn. Hann er einfaldlega mjög effektífur leikmaður.

Maður leiksins var Tommy Nielsen sem bindur saman vörnina með skynsömum leik.

Aðrar fréttir