Veisla í krikanum – Yngri flokkar FH í úrslitum íslandsmóts

Veisla í krikanum – Yngri flokkar FH í úrslitum íslandsmóts

2. fl. kk. fös. 08. sep. kl. 18:00 FH-Valur Kaplakrikavöllur íslandsmót

2. fl. kk. þri. 12. sep. kl. 18:00 Kef-FH Keflavíkurvöllur íslandsmót

2. fl. kk. þri. 19 sep. kl. 17:15 FH-Fylkir leikvöllur óákveðin Visa bikar

! Strákarinir í 2. fl. eru sem stendur í 2. sæti deildarinnar með 27 stig og markatöluna 34-10 (+24 mörk) eftir 12 leiki. Í fyrsta sæti er hinsvegar ÍA með 30 stig og markatöluna 34-12 (+22 mörk) eftir 13 leiki. Af þessu má sjá að strákarnir okkar eiga ágætis möguleika á að landa titli, eiga lek inni og 2 mörk á ÍA eins og staðan er nú.  Ingvar þjálfari og strákarnir í 2. eru einnig komnir í úrslitaleik VISA bikarsins annað árið í röð.

– Fyrri leik Vals og FH lauk með tveggja marka sigri FH 0-2

– Fyrri leik FH og Kef lauk einnig með tveggja marka sigri FH 2-0

– Fyrri leikjum FH og Fylkis í íslandsmóti lauk með jafntefli á útivelli 3-3 og sigri á heimavelli 4-0

3. fl. kk. Þri. Fös. 08. sep. Kl. 16:00 FH-Haukar Kaplakrikavöllur undanúrsl. íslandsmóts.

! Sannkallaður Hafnarfjarðar slagur þar á ferð. Leikmenn 3. fl. hafa komið svo sannarlega á óvart og átt gott sumar. Þeir sigruðu IFK Gautaborg í úrslitaleik Rey Cup og eru nú verðskuldað komnir í úrslit Íslandsmóts. Hinn undanúrslitaleikurinn er milli Þórs og KR og fer fram á sama tíma á Blönduósvelli.

– FH og Haukar hafa ekkert ást við á þessu ári en jafnan hafa þetta verið skemmtilegir baráttuleikir.

4. fl. kk. A-lið fim. 07. sep. kl.17:00 FH-ÍR Leiknisvöllur úrslitaleikur.

4. fl. kk. B-lið fös. 08. sep. kl. 17:00 ÍR-FH ÍR-völlur undanúrslit.

4. fl. kk. B-lið lau. 09. sep. kl. 12:00 Fjölnir-FH Fjölnisvöllur undanúrslit.

4. fl. kk. B-lið mán. 11.sep. kl. 17:30 FH-Fylkir Kaplakrikavöllur undanúrslit.

Eins og fyrr segir er sannkölluð veisla framundan og dagskráin góð. FH-ingar eru þekktir fyrir að standa vel að baki sínum mönnum og vil ég enn og aftur hvetja félagsmenn til að sýna þessum flokkum stuðning og þá sérstaklega í Krikanum.

Aðrar fréttir