Veislan heldur áfram, þinn stuðningur skiptir máli!

Veislan heldur áfram, þinn stuðningur skiptir máli!

Veislan heldur áfram, þinn stuðningur skiptir máli!Það er skammt stórra höggva á milli og engin tími til að detta í volæði yfir einum tapleik. Strákarnir í mfl karla eru tilbúnir í slaginn og geta ekki beðið eftir að komast á leikvöllinn aftur. Það má búast við dúndrandi stemmingu og taugatitring í Kaplakriknum í kvöld þegar FH og Fram mætast í 3 sinn í undanúrslitum N1 deildarinnar. Staðan er 1-1 og nú reynir á samstöðuna, strákarnir eru klárir á sínu verkefni og munu gefa allt í botn í kvöld og því er nauðsynlegt að hinn almenni FH-ingur svari kallinu, mæti og láti í sér heyra.
Eins og góðri úrslitakeppni hæfir þá verður góð stemming í tengibyggingunni fyrir leik þar sem grillið verður tendrað og þjóðþekktir grillarar mæta á svæðið auk þess verður létt tónlist í tengibyggingunni. FH varningur til sölu og FH sjoppan á sínum stað svo eitthvað sé nefnt. Það er því engin afsökun fyrir því að mæta ekki snemma og skapa frábæra

Aðrar fréttir