Verð súr ef það mæta ekki 2000 manns

Verð súr ef það mæta ekki 2000 manns

Hafnarfjarðarslagurinn FH – Haukar er á morgun í Kaplakrika eins og flestir vita. FH fékk góðkunna okkar allra FH-inga, Fannar Freyr Guðmundsson, til að spá í spilin.

Hvernig hefur þér litist á leik FH-liðsins?
Fannar: Liðið er ekki að spila vel þessa dagana það er alveg ljóst og ef FH liðið ætlar sér í úrslitakeppnina í apríl þá þarf leikur liðsins að batna mikið. Lykilmenn eins og Óli Guðmunds og Gúst þurfa að fara stíga upp og spila eins og þeir gera best. Ef það gerist hef ég engar áhyggjur af framhaldinu!!

Hvað teluru að FH-liðið þurfti að nýta sér gegn Haukunum?
Fannar: Fyrst og fremst þurfa þeir að nýta sér stuðninginn sem þeir fá frá stuðningsmönnum FH sem verður klárlega þeirri áttundi maður, Og svo þurfa menn að stilla spennustigið rétt. Oft finnst mér í þessum leikjum að sumir leikmenn eru bara alltof stressaðir og verða bara hræddir að mæta Haukunum það náttúrulega má ekki.

Hverjir eru helstu styrkleikar Hauka? En veikleikar?
Fannar: Vörn og markvarsla eru styrkleikar Haukana, Hafa Haukarnir einhverja veikleika? miðað við stöðu liðsins í deildinni þá er erfitt að merkja einhverja veikleika á liðinu. En ég treysti þeim Einari Andra og Gaua Árna að finna veikleika Haukana.

Hefuru góða trú fyrir leiknum? Skiptir stuðningurinn miklu máli?
Fannar: Ég hef góða trú á því að við vinnum loksins Haukana, Haukarnir gætu mætt værukærir til leiks þar sem þeir hafa fínt forskot í deildinni þannig að við þurfum að nýta okkur það strax til að byrja með. Stuðningurinn skiptir náttúrulega bara öllu máli, Ég yrði afar súr ef það mættu ekki 2000 manns í krikann á fimmtudaginn..
Ég ætla að spá FH sigri 27-24 og Pálmar Péturs verður með 20 varða bolta og Óli Guðmunds og Gúst munu sína sínar bestu hliðar og skila 8 mörkum hver!!

Aðrar fréttir