Verða Haukarnir of afslappaðir?

Verða Haukarnir of afslappaðir?

Útvarps- og fjölmiðlamaðurinn Valtýr Björn Valtýsson gekk til liðs við okkur á FH.is og sendi okkur smá grein um hvernig hann myndi sjá fyrir sér leikinn á morgun, stórleikinn FH – Haukar.

FH liðið er ágætlega skipað. Þeir spila á stundum hraðan og skemmtilegan leik en vörnin er þó eitthvað sem má laga aðeins til enda hafa aðeins þrjú lið fengið fleiri mörk á sig og það er botnliðin þrjú. FH er í harðri baráttu um að halda sér inní  topp fjórum og baráttan framundan verður spennandi. FH tapaði báðum leikjum sínum fyrir FH í vetur í deildinni, með þremur mörkum og eins marks mun. Í báðum leikjunum var FH  yfir hálfleik.

Ég tel að til þess að vinna topplið Hauka verði FH að eiga algjöran toppleik.  Vörnin þarf að vinna vel og markvarslan verður að vera 20 plús þar sem  markvarðapar Hauka er sennilega það besta á þessari leiktíð.  Nýkrýndir bikarmeistarar Hauka  hafa í vetur verið með mikla yfirburði og þar hefur vörn og markvarsla verið í sérlfokki sem hefur síðan nýst í hraðaupphlaupum.  Liðið hefur fengið langfæst mörk á sig eða að jafnaði 23 mörk í leik.

Það er vert að velta einni spurningu fyrir sér vegna þessa leiks og hún er  hvort það mikla forskot sem Haukar hafa í dag í deildinni hafi einhver áhrif á steminguna í liðinu fyrir þennan nágrannaslag? Hvort menn verði aðeins of afslappaðir?

Stuðningur áhangenda skiptir alltaf töluverðu máli og hefur oft verið talað um 2-3 mörk á heimavelli ef stuðingsmenn eru vel með á nótunum. Leikir liðanna í vetur hafa verið hin besta skemmtun og mætingin hefur verið til fyrirmyndar hjá stuðningsmönnum beggja liða.

Aðrar fréttir