Vetrargleði í Kaplakrika 17.feb

Kæru FHingar,

Laugardaginn 17.febrúar verður haldin Vetrargleði í Kaplakrika þar sem stefnan er sett á að foreldar, stuðningsmenn og aðrir aðstandendur FH komi saman og geri sér glaðan dag.

Veitingastaðurinn Von stendur fyrir street food stemmingu:

* Pulled lamb í tortillu, spicy mæjó og kínahreðka.
* Kjúklingasalat í mini pylsubrauði með piparrótar og sinnepsmæjói.
* Íslenskt ceviche; lax, rækjur, sýrður rjómi og agúrkur.
* Sætar kartöflur, sellerírótarremúlaði og chilli hummus.
* Hvítsúkkulaðismjörköka í bitum m/rjóma

Tryggvi Rafnsson, FHingur með meiru og skemmtikraftur, stýrir partýinu og sér um að halda okkur við efnið. Hin stórbrotna Saga Garðarsdóttir verður með uppistand og Ingó Veðurguð stjórnar fjöldasöng af sinni einskæru list. Betri helmingur Gullfoss og Geysis, Reynir Lyngdal, sér svo um að halda uppi stuðinu frameftir.

Miðaverð er 6.900 kr

Þetta verður algjör veisla og miðasala hefst í dag ( laugardag) milli 14:00 – 18:00 í Kaplakrika.

Þetta er kjörið tækifæri til að þétta raðirnar fyrir komandi sumar.#ViðerumFH

Aðrar fréttir