Vetrarstarf BUR

Vetrarstarf BUR

Vetrarstarf BUR leiktímabilið 2015-2016 er nú hafið af fullum krafti í öllum flokkum. Framundan er spennandi og viðburðaríkt tímabil, ekki síst vegna tilkomu knatthússins Dvergsins sem er sérstaklega ætlaður til æfinga fyrir yngstu iðkendur félagsins.

11695875_750562988386001_4275609900565163909_n

BUR hefur nú samið við yfir 30 þjálfara um þjálfun á tímabilinu og óhætt að segja að þar sé valinn maður í hverju rúmi, enda búa allir þjálfarar BUR yfir mikilli reynslu og flestir þeirra eru með svarthvítt blóð í æðum og hafa þjálfað fyrir FH um árabil. Þó hafa bæst nokkrir nýjir þjálfarar í hópinn. Þeirra á meðal er Vilhjálmur Kári Haraldsson sem hefur verið ráðinn aðalþjálfari 3. flokks kvenna. Vilhjálmur er FH-ingum reyndar að góðu kunnur en hann hefur áður þjálfað hjá FH og var m.a. yfirþjálfari BUR um tíma. Þá hefur Páll Árnason verið ráðinn þjálfari 3. og 5. flokks karla en Páll býr yfir mikill reynslu og menntun á þjálfarasviðinu en hann þjálfaði síðast hjá KR. Auk þess hefur Sævar Þór Gylfason verið ráðinn þjálfari 6. fl. karla en hann hefur einnig mikla þjálfarareynslu að baki, aðallega hjá Sindra á Hornafirði.

20151017-DSC_790620151017-DSC_7886

Þá hefur BUR gert samning við Andra Frey Hafsteinson um styrktarþjálfun í 3. flokki kk og kvk. Auk hefðbundinna styrktaræfinga og mælinga mun Andri Freyr m.a. gera líkams- og hreyfigreiningu á iðkendum flokkanna, halda næringarfræðifyrirlestra fyrir bæði iðkendur og foreldra, ásamt því að koma að ráðgjöf um næringu iðkenda. Þá mun hann hafa umsjón með frammistöðuprófum þrisvar sinnum á tímabilinu. Andri Freyr mun einnig koma að styrktarþjálfun í 4. fl. kk og kvk, ásamt því að vera þjálfurum í 4. flokki til ráðgjafar um styrkarþálfun.

BUR býður nýja þjálfara velkomna í hópinn og hlakkar til samstarfsins við þá og aðra þjálfara á komandi tímabili.

20151017-DSC_7911Róbert Steinn og Svavar

Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á stöðu yfirþjálfara BUR. Orri Þórðarson verður áfram yfirþjálfari en með yfirumsjón yfir þjálfun í 3.-5. flokki. Kristmundur Guðmundsson, okkar eini sanni Krissi, mun hinsvegar hafa yfirumsjón með þjálfun í 6.-8. flokki. Markmiðið með þessum breytingum er að b&aeli

Aðrar fréttir